Óheft malarnám veldur óþarfa spjöllum

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Stjórn Landverndar tekur undir þær athugasemdir sem fram hafa komið um náttúruspjöll vegna óhefts malarnáms í Ingólfsfjalli í Árnessýslu.

Stjórn Landverndar tekur undir þær athugasemdir sem fram hafa komið um náttúruspjöll vegna óhefts malarnáms í Ingólfsfjalli í Árnessýslu.

Stjórnin bendir á að til eru fjölmargir kostir til malarnáms og því er mögulegt að afla nauðsynlegra jarðefna án þess að spilla merkum jarðminjum og kennileitum í landslagi.

Stjórnin hvetur umhverfisráðherra, ríkisstjórnina og Alþingi til að gera nauðsynlegar breytingar á lögum svo koma megi í veg fyrir óþarfa spjöll á náttúru og landslagi vegna malartöku í eldri námum.

Þá hvetur stjórn Landverndar bæjaryfirvöld í Kópavogi, Seltjarnarnesi og sveitarfélaginu Ölfusi að grípa tafarlaust til aðgerða svo koma megi í veg fyrir að örlög Vífilsfells verði þau sömu og Ingólfsfjalls.

Samþykkt á stjórnarfundi 4. júní 2003.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd