Um námskeiðið:
Loftslagsvernd í verki er nýtt 6 vikna fjarnámskeið í Vefskóla Landverndar ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsins. Námskeiðið er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja þátttakendur til að finna eigin leiðir til að draga úr kolefnissporinu.
Námskeiðið er unnið í 5 – 8 manna hópum sem eru leiddir áfram af fróðum leiðbeinendum námskeiðisins.
Hóparnir vinna sig í gegnum nokkra áfanga sem miða að því að hver þátttakandi skoði eigin lífsstíl, hvort sem er á heimilinu, í starfi eða sem almennur borgari.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur með vikulegum stuttum rafrænum hópafundum.
Fjallað er um:
- Samgöngur
- Matarvenjur
- Húsnæði
- Neysla
- Hvernig hægt sé að virkja aðra