Velja Alþingismenn holtasóley

Holtasóley er þjóðarblóm Íslendinga, landvernd.is
Lögð hefur verið fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að holtasóley verði Þjóðarblóm Íslendinga. Stjórn Landverndar fjallaði um málið.

Stjórn Landverndar, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands hvetur Alþingi að styðja tillögu til þingsályktunar um að holtasóley verði þjóðarblóm Íslands.

Tillagan byggist á niðurstöðu víðtækrar umfjöllunar og könnunar sem Landvernd vann í samstarfi við stýrihóp fjögurra ráðuneyta. Stjórn Landverndar telur að umfjöllun um þjóðarblómið hafi þegar skilað umtalsverðri fræðslu um mikilvægi gróðurs og gróðurverndar.

Með samþykkt Alþingis yrði enn betur ljóst að víðtæk samstaða er um að veita holtasóley þennan sess, án þess þó að það varpi nokkrum skugga á þær fjölmörgu aðrar blómplöntur sem prýða íslenska náttúru. Eftir því sem næst verður komist hafa stjórnvöld víða um heim átt þátt í því að festa í sessi tiltekna plöntu sem hefði táknrænt hlutverk í kynningar- og fræðslustarfi og sem jafnframt þjónað hlutverki sem sameiningartákn og minnti á mikilvægi gróðurs fyrir allt mannlífið.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd