Skólar á grænni grein setja sér markmið sem eru skýr, tímasett og framkvæmanleg, landvernd.is

Markmiðasetning í grænfánaskólum

Þegar umhverfisnefnd hefur metið stöðu umhverfismála í skólanum, t.d. með umhverfismatsgátlistum er tímabært að setja sér markmið. Hvað á að gera og hvernig?

Skólar á grænni grein eru hvattir til að nota þar til gerð markmiðablöð við vinnuna. Þau eru hönnuð til að styðja við vinnuna í skólanum og eiga að aðstoða við framvindu verkefnisins.

Eyðublaðið hjálpar til við utanumhald með markmiðunum. Mælt er með því að skilgreina nokkrar aðgerðir í átt að hverju markmiði til að gera sér skýrari grein fyrir hvað þarf að gera til að ná fram markmiðunum. Einnig er mikilvægt að setja sér tímaramma fyrir hverja aðgerð og ákveða ábyrga aðila sem sjá til þess að unnið sé að markmiðinu. Jafnframt þarf að huga að því hvernig meta skuli árangurinn. Mælst er til þess að skólar setji sér fimm til sex markmið fyrir hvert tímabil og uppfylli a.m.k. fjögur þeirra.

Áhersla er lögð á að markmið séu „SMART“ – eða 

Skýr

Mælanleg

Aðgerðamiðuð (alvöru) – Nota sagnorð.

Raunveruleg

Tímasett

Dæmi um markmið innan þemans „neysla og úrgangur“ gæti verið „að takmarka þann úrgang sem fer frá skólanum“. Aðgerðirnar gætu þá t.d. verið „að halda utan um magn úrgangs sem frá skólanum fer“, „að flokka allan úrgang“ og „að molta sjálf lífrænan úrgang“. Myndin hér að ofan sýnir dæmi um markmiðssetningar­ eyðublað sem skólar geta notað til viðmiðunar.

 

Svona notum við markmið í skólum á grænni grein

Hvernig geta skólar geta sett sér mælanleg markmið í Grænfánaverkefninu? Salome Hallfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein fjallar um markmiðasetningu og mikilvægi umhverfisúttektar áður en vinna hefst svo auðveldara sé að setja sér mælanleg markmið og tekur dæmi um slík markmið.

Markmiðasetning og skrefin sjö

3. Aðgerðaráætlun og markmið. Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, þriðja skrefið er að setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun, landvernd.is

Skref 3. Áætlun um aðgerðir og markmið

Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, þriðja skrefið er að setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.
Grænfánaskólar fylgja skjö skrefum grænfánans. Að þeirri vinnu lokinni fá þeir afhentan grænfána ef vel hefur tekist til, landvernd.is

Skrefin sjö

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefum grænfánans. Að jafnaði tekur sú vinna tvö ár. Þegar skóli hefur stigið skrefin sjö og náð markmiðum sínum ...