Skrefin sjö

Grænfánaskólar fylgja skjö skrefum grænfánans. Að þeirri vinnu lokinni fá þeir afhentan grænfána ef vel hefur tekist til, landvernd.is
Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefum grænfánans. Að jafnaði tekur sú vinna tvö ár. Þegar skóli hefur stigið skrefin sjö og náð markmiðum sínum má sækja um fá afhentan grænfána.

Skrefin sjö eru það vinnulag og ferli sem grænfánaskólar fylgja. Að jafnaði tekur það tvö ár að stíga öll skrefin sjö en fer það eftir skólum. Þegar skóli hefur stigið skrefin sjö getur hann sótt um grænfána sem er viðurkenning á því að skólinn sé að vinna að menntun til sjálfbærni.  

Skrefin sjö eru: 

1. Umhverfisnefnd 

2. Mat á stöðu umhverfismála 

3. Áætlun um aðgerðir og markmið 

4. Eftirlit og endurmat 

5. Námsefnisgerð og tenging við aðalnámskrá 

6. Að upplýsa og fá aðra með 

7. Umhverfissáttmáli

Þegar skrefin sjö hafa verið stigin getur skóli sótt um að fá Grænfánann afhentan. Það er gert með því að fylla út umsóknareyðublað og skila inn greinargerð þar sem útlistað er hvernig skrefin sjö voru stigin. Einnig er æskilegt að skila fundargerðum frá fundum umhverfisnefndar.  

Þegar fáninn blaktir við hún eru skrefin stigin að nýju. Ný umhverfisnefnd er kosin sem setur sér ný markmið og skrefin sjö eru endurtekin. Miðað er við að það ferli taki um tvö ár en það fer eftir eðli skólans og skólastarfsins hvort að tímabilið sé styttra eða lengra.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd