Hvatningarátak Landverndar og Grænfánans

Nægjusamur nóvember

Hvað er nægjusamur nóvember

Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins með sínum svarta föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra. Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað. 

Í nóvember ætlum við að tileinka okkur nægjusemi og hvetjum sem flest að vera með!

Þessi vefur mun taka breytingum því lengra sem líður á mánuðinn. Hér munu birtast upplýsingar um viðburði, greinaskrif, fræðslu og fleira. 

Nægjusemi er

Jákvæð

Þau sem lifa nægju­sömu lífi fá sjaldan þá til­finn­ingu að þau skorti eitt­hvað, því nægjusemi er hugsunarháttur allsnægta.

Auðveld

Við njótum lífs­ins núna og eyðum ekki orku í að hugsa um að allt verði betra þegar við náum að eign­ast ákveðna hluti í fram­tíð­inni.

Valdeflandi

Nægju­semi er eitt af því öfl­ug­asta sem við sem ein­stak­lingar geta gert til þess að minnka vistsporið okkar.

Nauðsynleg

Við göngum minna á nátt­úr­una og á rétt núver­andi og kom­andi kyn­slóða á góðu lifi.

Greinar um nægjusaman nóvember

Veljum nægjusemi alltaf

Veljum nægjusemi, ekki bara í nóvember heldur gerum hana að lífsstíl okkar alla daga.
Landvernd og Grænfáninn þakkar samstarfsaðilum og almenningi fyrir góðar undirtektir. Við mætum sterk til leiks að ári og höldum áfram að minna á nægjusemina! Lestu lokagrein átaksins 2023 hér

Hugvekja um nægjusemi

Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur flutti hugvekju um nægjusemina á Hringrásarjólum, samstarfsverkefni Landverndar, Grænfánans og Norræna hússins, lestu hugvekjuna hér

Fæst hamingjan á útsölu?

Rannsóknir sýna að þessi fimm atriði sem skipta hvað mestu máli fyrir vellíðan okkar. Lestu meira hér

Borgar náttúran?

„Þegar horft er til baka þá man fólk oft betur eftir skemmtilegum samverustundum með fjölskyldunni en því sem leyndist undir jólatrénu“ Rannveig Magnúsdóttir, Mariana Tamayo, Mervi Orvokki Luoma og Rebecca Thompson vekja athygli á mikilvægi þess að kunna meta náttúruna og hvað hún getur í raun gefið okkur mikið. Lestu meira hér.

Nægjusemi sem mikilvægt gildi fyrir alla

Ímyndaðu þér líf þar sem þú upplifir þakklæti, gleði, hamingju, rósemd og sátt. Ef þú hefur tileinkað þér nægjusemi er líklegt að þú upplifir einmitt þessar tilfinningar. Ímyndaðu þér síðan hvaða áhrif nægjusemin hefði á samfélagið í heild. Lestu meira hér

Hlutaveikin

Hugleiðingar Þorgerðar Maríu formanns Landverndar um nægjusemi. Þorgerður fjallar um áhrif tilboðsdaga á hegðun og líðan, líklega eitthvað sem margir kannast við. Greinina má lesa hér

Hvatning, taktu þátt í nægjusömum nóvember

Grein Guðrúnar Schmidt um neyslu og nægjusemi. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. Greinina má lesa hér

Nægjusamur nóvember.

Grein Guðrúnar Schmidt um nægjusaman nóvember og hvað nægjusemi þýðir í raun, greinin er upphafsgrein átaksins haustið 2022. Greinina má lesa hér 

Leikir og hugvekjur

Við höfum tekið saman ýmsa leiki og hugvekjur fyrir Nægjusaman nóvember sem er kjörið að fara með á vinnustaðinn, í saumaklúbbinn, vinahópinn eða í kennslustofuna. 

Viðtöl

Hefðin „er að fara úr böndunum“

Guðrún Schmidt seg­ir hefð­ina sem mynd­ast hef­ur í kring­um jóla­daga­töl vera að fara úr böndun­um. Þörf er á hug­ar­fars­breyt­ingu en vel er hægt að stytta bið­ina eft­ir jól­un­um með nægju­sam­ari hætti. Viðtalið má finna hér

Gætir þú verið með hlutaveiki?

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar fræddi hlustendur Bítisins um Nægjusaman nóvember. Viðtalið má finna hér

Þorgerður María

„Prógram­merað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig“

Þorgerður María formaður Landverndar mælir með því að vera með lista yfir það sem manni vantar. Ef það er ekki á listanum þá þarf ekki að kaupa það. Viðtalið má finna hér

Nægjusamur nóvember – mótsvar Landverndar við neysluhyggju

Viðtal við Guðrúnu Schmidt um m.a. ástæðu þess að Landvernd stendur fyrir hvatningarátakinu Nægjusamur nóvember. Viðtalið má lesa hér

Viðburðir

Erum við að kaupa til þess að henda?

Markmiðið með málstofunni er að fræða og ræða neikvæð umhverfisáhrif offramleiðslu og ofneyslu. Áherslan er að vekja athygli neytenda, hönnuða og framleiðenda á málefninu og hvetja til umhverfisvænni framleiðslu, hönnunar og neysluhegðunar. Nánari upplýsingar má finna hér

 

Escaping fast fashion: How you can act for change

Hvað er fatasóun og hvernig getum við brugðist við henni? Viðburður er haldinn 23.nóvember í samstarfi við Norræna húsið og fer fram á ensku. Nánari upplýsingar má finna hér

Neyslujólatré Landverndar, landvernd.is

Hringrásarjól

Við lokum Nægjusömum nóvember á viðburðinum Hringrásarjól þann 26.nóvember í samstarfi við Norræna húsið. Á viðburðinum verður boðið uppá jólaskiptimarkað, hugvekju um nægjusemi og ýmislegt fleira spennandi. Nánari upplýsingar birtast síðar í mánuðinum. Nánari upplýsingar má finna hér

Áhrif tilboðsdaga á neytendur

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Neytendasamtökin. Nánari upplýsingar má finna hér

Náttúran og nægjusemi

Haldið í samstarfi við Grasagarðinn og Háskóla Íslands. Viðburðurinn verður haldinn á Kaffi Flóru 25. nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér

Samstarfsaðilar

Nægjusamur nóvember er hvatningarátak Landverndar og Grænfánaskóla í samstarfi við Norræna húsið og Saman gegn sóun.