UMSAGNIR
Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og áætlanagerð sem viðkemur umhverfi og náttúru.
Skattlagning orkuvinnslu
Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.
Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn
Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.
Landvarsla styður við náttúruvernd
Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn
Grænbók um sjálfbært Ísland
Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.
Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman
Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.
Vindorkuver eiga ekki að fá afslátt þegar áhrif á umhverfið eru metin
Við eigum lög um orkunýtingu og vernd landssvæða – svokallaða rammaáætlun. Markmið þeirra er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Að sjálfsögðu er vindorkan þar ekki undanskilin.
Vindorkuver á viðkvæmu víðerni á Úthéraði
Landvernd leggst alfarið gegn viðamiklum áformum Orkusölunnar um vindorkuver við Lagarfoss á Fljótsdalshéraði.
Vottun skógræktar er ábótavant
Tryggja þarf að verkefni um kolefnisbindingu dragi ekki úr hvata til að minnka kolefnislosun.
Stórar smávirkjanir – endurskoðun lagaumhverfis
Orðið „smávirkjun“ gefur til kynna að þar sé á ferð eitthvert huggulegt lítið mannvirki, jafnvel bara virkjun bæjarlæksins til heimanota. Fátt er fjær sanni því umhverfisáhrif slíkra virkjana geta verið gríðarleg.
Uppbygging og rekstur flugvalla
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um uppbyggingu og rekstur flugvalla, ásamt þjónustu við flugumferð. Landvernd sendi Alþingi umsögn um frumvarpið.
Styrkir til landbúnaðar eiga að styðja við umhverfismarkmið og sjálfbærni
Þingályktun um landbúnaðarstefnu Stjórn Landverndar telur mikilvægt að ríkið skapi góðar aðstæður fyrir íslenskan landbúnað til þess að bæta og efla fæðu- og matvælaöryggi, draga …
Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis
Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …
Breytingar á lögum um loftslagsmál
Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.
Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.
Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni
Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.
Landeldi á laxi í Ölfusi
Fyrirtækið Geo Salmo hyggur á viðamikið landeldi á laxi í Ölfusi. Landvernd gerir ýmsar athugasemdir við áformin og vill nánari útskýringar á orkunotkun, breytingu á grunnvatni, hreinsun frárennslis, ásýnd landslags og vernd jarðminja m.a.
Friðlýsing Skaftár og vatnasviðs hennar
Langisjór er um 20 km ílangt, djúpblátt fjallavatn, sem tilheyrir hinu óraskaða vatnasviði Skaftár. Langisjór var friðlýstur sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs sumarið 2011 og endahnútur þannig hnýttur á áratugalanga varnarbaráttu gegn virkjanahugmyndum. Stjórn Landverndar styður heilshugar friðlýsingu Skaftár og vatnasviðs hennar.
Iðnaðarsvæði fyrir metanframleiðslu á Reykjanesi
Stjórn Landverndar dregur í efa nauðsyn þess að reisa metan- og vetnisverksmiðju á Reykjanesi og telur hana tefja fyrir nauðsynlegum orkuskiptum á Íslandi auk þess sem vafi leikur á loftslagsávinningi verkefnisins.
Breytingar á lögum um loftslagsmál
Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.
Stórurð – verndar- og stjórnunaráætlun
Stjórn Landverndar fagnar vinnu við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Stórurð og friðlýsingu þessa einstaka náttúruundurs. Mikilvægt er að allt land innan hins friðlýsta svæðis fái vandaða umfjöllun, ekki einvörðungu Stórurð heldur einnig svæðið út með Selfljóti og að Stapavík, sem er samfelld náttúruperla.
Klausturselsvirkjun
Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.
Þjóðaröryggisstefna
Stjórn Landverndar hefur kynnt sem framkomna tillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu. Landvernd telur heilshugar undir þær viðbætur sem fram koma í lið e þar sem …
Niðurdæling Co2
Coda terminal hyggst nýta auðlindir Íslands í jörðu og farga úrgangi frá iðnaði í Evrópu. Skoða þarf verkefnið út frá umhverfisrétti í ljósi þess að viðtakinn kann að falla í flokk sem takmörkuð auðlind.
Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands
Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.
Lögum breytt í þágu náttúrunnar
Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.
Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa
Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.
Neyðarástand í loftslagsmálum
Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Stjórn Landverndar styður tillöguna í einu og öllu, enda er …
Starfshópur um friðlýst svæði – athugasemdir Landverndar
Um forsendur samantektarinnar segir að um sé að ræða „samantekt á lykilþáttum og áskorunum sem fram komu hjá fulltrúum þeirra sem komu á fund hópsins …
Frumvarp til fjárlaga
Stjórn Landverndar vill benda á að með innleiðingu Árósarsáttmálans hefur réttur umhverfisverndarsamtaka til að fá fyrirtekt fyrir dómsstólum rýrnað en ekki aukist eins og markmið …
Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi
Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.
Staða hafs- og fiskirannsókna – (greinargerð Jóhanns Sigurjónssonar)
Hagnýtar rannsóknir eins og vöktun fiskistofna þarf að kosta í gegnum aðrar leiðir en grunnrannsóknarsjóði og í tilfelli sjávarútvegsins væri eðlilegast að hækka veiðigjöld verulega …
Breyting á raforkulögum
Landvernd styður frumvarp að lögum sem er ætlað að koma í veg fyrir að almenningur beri kostnað við breytingar á dreifikerfinu sem gerðar eru vegna þarfa stórnotenda.
Strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum
Þegar strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum var unnið virðist ekki hafa farið fram raunverulegt mat á áhrifum á náttúru, umhverfi og loftslag.
Starfshópur um vindorkuver
Stjórn Landverndar bendir á að samtökin hafa mikið látið sig mögulega uppbyggingu vindorkuvera varða á undanförnum árum og kallað eftir skýru regluverki í kringum hana. …
Stefna Dalabyggðar – óafturkræf náttúruspjöll á heiðarlendum Dalabyggðar
Áhyggjur stjórnar samtakanna eru áfram þær sömu og fram koma í athugasemdum við vinnslutillöguna og snúa fyrst og fremst að uppbyggingu stórra vindorkuvera. Þá telur …
Innviðaráðuneyti – óvandað ferli við áætlanagerð
Umsögn Landverndar um áform um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála. Því miður byrjar ferlið ekki vel …
Ástjörn – umhverfi og lífríki í hættu
Ástjörn og nánasta umhverfi hennar er friðlýst og nýtur verndar náttúruverndarlaga eins og hraunið umhverfis hana. Ástjörn er grunn og sérstaklega viðkvæm, vatnsborð hennar sveiflast …
Hvammsvirkjun – óafturkræf og neikvæð áhrif á náttúru og samfélag
Óhætt er að segja að tillögur um flokkun Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar í nýtingarflokk hafa vakið upp reiði í nærsamfélaginu og stafar það af mörgum mismunandi …
Jarðvegslosun við Bessastaðatjörn – ógn við lífríki og náttúru
Landvernd og Fuglavernd hafa ítrekað gert athugasemdir við efnislosun í Glerhallardý á Álftanesi. Eftir því sem samtökin hafa komst næst er ekkert deiliskipulag í gildi …
Griðlandi ógnað í Vatnajökulsþjóðgarði
Tillögur um afnám veiðibanns í griðlandi Snæfells er áfellisdómur yfir stjórn og svæðisráði austurs í Vatnajökulsþjóðgarði. Hér í tillögum er um mikla afturför að ræða …
Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög
Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.
Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3
Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.
Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar
Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.
Hlustum á vilja íbúa á Seyðisfirði – Umsögn vegna svæðisskipulags Austurlands
Með markmiðum um sjálfbærni verða að fylgja raunverulegar aðgerðir til að stuðla að henni í raun og sann.
Loftslagskrísan er orkukrísa – Umsögn Landverndar um orkuskipti í flugi
Mjög mikilvægt er að draga strax úr losun frá flugsamgöngum. Landvernd telur að stefna og aðgerðir sem birtast í skjalinu séu almennt jákvæð en að því miður virðist undirliggjandi ástæður fyrir orkuskiptum hafa gleymst.
Leifarnar af hálendi Austurlands í hættu
Síðustu óbyggðu víðernin á hálendi Austurlands eru dýrmæt. Engir brýnir almannahagsmunir réttlæta fyrirhugaða Geitdalsárvirkjun.
Helstu punktar Landverndar um rammaáætlun
Áhersla ætti að vera á að spara, forgangsraða og nýta orku mun betur. Átta punktar frá Landvernd um rammaáætlun.
Tímabært að innleiða bann við olíuleit
Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bann við olíuleit- og vinnslu. Jarðefnaeldsneytislaust Ísland.
Fjöllin flutt úr landi?
Áformað er að flytja Litla Sandfell úr landi. Því myndi fylgja álag á vegakerfið, mögulegt sandfok í Þorlákshöfn og gífurleg losun.
Engu fórnað með banni við olíuleit
Engu er fórnað með því að banna olíuleit- og vinnslu þar sem ekki fer fram virk leit að olíu í lögsögu Íslands. Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bannið með lagasetningu strax.
Við styðjum breytingar á lögum um loftslagsmál – umsögn
Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi um breytingar á lögum um loftslagsmál brautargengi.
Alvarlegt brot á Árósasamningnum ef af verður – umsögn
Ef frumvarpið yrði samþykkt væri með því kippt úr sambandi lögbundnu ferli um mat á umhverfisáhrifum. Varðandi málið sjálft efnislega er Alþingi að gagna gegn áliti Skipulagsstofnunar um að leggja beri línuna í jörð og vinna gegn skipulagsábyrgð sveitafélagsins Voga sem telur heillavænst að leggja línuna í jörð.
Færsla á hringvegi um Mýrdal – umsögn
Vegagerðin getur ekki með neinum haldbærum rökum sagt að brýn nauðsyn kalli á að náttúruverðmætum verði spillt. Með því að fara fram með matið á þessum forsendum eru brotin ákvæði náttúruverndarlaga. Fastlega má reikna með að fyrir dómstólum geti Vegagerðin ekki sýnt fram á brýna nauðsyn vegagerðar skv. skipulagslínu.
Við fögnum áformum um friðlýsingu í Þeistareykjahrauni
Landvernd fagnar áformum um friðlýsingu hraunhella í Þeistareykjahrauni og styður hana heilshugar. Í framhaldinu viljum við gjarnan sjá kortlagningu hraunhella á Íslandi þar sem verndargildi og þörf á friðlýsingu þeirra er metin.
Orkuvinnsla í Skaftárhreppi í mótsögn við yfirlýst markmið
Fyrirhuguð orkuuppbygging spillir því góða starfi sem Skaftárhreppur hefur verið í um framþróun samfélagsins í sátt við náttúru svæðisins.
Með orkuuppbyggingu yrðu mikil náttúruspjöll unnin með samþykki sveitastjórnar. Miklu vænlegra, sjálfbærara og varanlegra væri að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í sveitarfélaginu.
Brotið gegn náttúruverndarlögum með uppbyggingu við Ástjörn – umsögn
Landvernd telur að Hafnafjarðarbær verði að endurskoða áætlanir um mannvirki við Ástjörn og virða friðlýsingu svæðisins.
Fjölgun blóðmera hefur miklar afleiðingar fyrir beitarálag – umsögn
Það segir sig sjálft að slík aukning í fjölda blóðmera hefur afar miklar afleiðingar fyrir beitarálag. Það má fastlega reikna með því að gróðurlendi verði spillt gangi áform um framleiðslu Ísteka eftir.
Fjárlögin endurspegla ekki aukna áherslu samfélagsins á umhverfismál – Umsögn
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér frumvarp til fjárlaga og vill koma á framfæri nokkrum athugasemdum.
Er hægt að friðlýsa hálfa tjörn? – umsögn
Stjórn Landverndar fagnar þeim áformum að friðlýsa Bessastaðanes en lýsir þó yfir áhyggjum af því að svæðið sé ekki friðað í heild sinni.