- UM LANDVERND
Kynntu þér Landvernd
- VIÐFANGSEFNI
- GRÆN PÓLITÍK
- STYÐJA
Stuðningur
Verslun Landverndar
- VERKEFNI LANDVERNDAR
Innkaupakarfa
No products in the cart.
100% Örugg verslun!
Rammaáætlun tekur ekki nægjanlegt tillit til verndar heildstæðra svæða sem eru verðmæt af því að þau eru stór, tiltölulega óröskuð og einstök.
Landvernd hefur sent frá sér umsögn um frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Þessu þarf að breyta. Myndband.
Stjórn Landverndar styður frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð en telur að nauðsynlegt sé að gera á því breytingar.
Síðan 2016 þegar Utanríkisráðuneytið skráði sig í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri hefur ráðuneytið ekki tekið eitt einasta skref. Ekki er um að ræða flókin verkefni eða óyfirstíganlegar kröfur þar sem ferillinn er sniðinn að ríkisstofnunum. Landvernd óskaði eftir svörum um hverju sætir.
Tryggja þarf að uppbygging efnahagslífsins eftir Covid miði að grænum lausnum. Kolefnisgjald og Hálendisþjóðgarður eru hluti af því.
Svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar.
Landvernd sendi fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna aðgerðaáætlunar um Árósasamninginn sem ráðuneytið setti af stað árið 2018.
Framleiðslu ósjálfbærrar pálmaolíu fylgir gríðarleg umhverfiseyðilegging og losun gróðurhúsalofttegunda. Gott fyrsta skref er að banna notkun pálmaolíu í lífdísel en stjórn Landverndar telur að ganga þurfi mun lengra.
Mikilvægt er að Ísland myndi og fylgi grænni utanríkisstefnu en hún má ekki taka fé, athygli og mannafla frá því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda heima fyrir. Best væri ef utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustan fylgdu grænum skrefum í ríkisrekstri áður en græn utanríkisstefna er mótuð til þess að auka skilning á umhverfismálum og vilja innan utanríkisþjónustunnar til þess að fylgja henni.
Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.
Landvernd telur að við afgreiðslu fjárlaga verði að hækka kolefnisgjald verulega til þess að ná markmiðum um samdrátt í losun frá vegasamgöngum.
Til þess að árangur náist af því að hækka kolefnisgjald verður að hækka það verulega fyrst. Landvernd styður við árangurstengingu kolefnisgjalds.
Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.
Stjórn Landverndar telur að stofnun sérstakra stjórnsýslunefnda til þess að fjalla um lagningu raflína sem ná yfir sveitafélagamörk þarfnist betri undirbúnings. Gæta verður að því að náttúra Íslands líði ekki fyrir þessar breytingar og að þær auki ekki þann mikla herkostnað sem þegar hefur hlotist af stóriðjuvæðingu Íslands.
Önnur útgáfa aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum er miklu mun betri en sú fyrsta. Þó telur stjórn Landverndar að mun meira verði að koma til ef markmið um verulegan samdrátt eiga að nást.
Þrátt fyrir dóm EFTA dómstólsins 2019, bráðabirgðaniðurstöðu ESA frá í apríl 2020 og markmið ríkisstjórnarinnar um að lög um mat á umhverfisáhrifum skuli endurskoðuð í heild hefur enn ekki tekist að innleiða EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum rétt. Nú áformar umhverfis- og auðlindaráðuneytið að leyfa útgáfu starfs- og framkvæmdaleyfa til bráðabirgða í lögum um mat á umhverfisáhrifum en stjórn Landverndar fær ekki séð hvernig þau áform samræmast EES-reglum.
Aðalskipulag Mýrdalshrepps þarf að taka mið af þeim einstöku náttúruverðmætum sem í hreppnum eru. Mjög varlega þarf að fara við allar framkvæmdir eins og veglagningu til þess að skerða ekki náttúruverðmæti.
Auka þarf áherslu á vernd búsvæða dýra í hættu. Umsögn Landverndar um lög um vernd og veiðar á villtum dýrum bendir einnig á að selir og hvalir eru villt dýr sem þarf einnig að vernda.
Landvernd styður fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum eins og stytting umsagnartíma og útvíkkað bann við urðun úrgangs.
Verndargildi Dyrhólaeyjar er hátt. Í umsögn sinni bendir stjórn Landverndar á að mikilvægt er að efla verndun svæðisins og aðliggjandi svæða líkt og Dyrhólaóss og aðliggjandi leira og votlendis.
Stjórn Landverndar styður heilshugar tillögu Umhverfisstofnunar um friðlýsingu Fitja. Stjórnin telur einnig kjörið að nýta tækifærið og tengja saman friðlýst birkiskógarvistkerfi og votlendissvæðið við Fitjar saman.
Stjórn Landverndar fær ekki séð að Stakksberg/Arionbanki hafi sýnt fram á að endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík munu tryggja öryggi íbúa í Reykjanesbæ eða að losun gróðurhúsalofttegunda verði á því bili sem gert er ráð fyrir. Núllkostur, að ræsa verksmiðjuna ekki að nýju, er eini rökrétti kosturinn.
Stjórn Landverndar styður þær breytingar sem gera á á loftslagslögum með frumvarpi umhverfisráðherra með vissum undantekningum. Þá telur Landvernd að nauðsynlegt sé að efla stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi, skýra hlutverk loftslagsráð og tryggja hlutleysi þess gagnvart hagsmunaaðilum og ríkisstjórn.
Stjórn Landverndar telur gríðarlega mikilvæg skref vera tekin í nýju frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að draga úr plastmengun. Um er að ræða bann við notkun ýmissa einnota plastvara. Landvernd telur að næsta skref sé að draga úr plastmengun vegna veiðarfæra og að útgerðir verði að vera ábyrgar fyrir þeirri mengun sem þær valda.
Stjórn Landverndar styður heilshugar friðlýsingu Geysissvæðisins sem náttúruvætti og telur það mikið heillaskref.
Landvernd telur eðlilegt að stækka þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um friðlandið Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hann. Þannig næst eðlileg samfella friðlýstra svæða á Snæfellsnesi.
Stjórn Landverndar telur styður margar af þeim aðgerðum sem lýst er í áformum um innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins í desember. Mikilvægt er að tryggja örugga afhendingu raforku til almennings um allt land. Landvernd telur að ekki hafi farið fram hlutlausar greiningar á því hvað fór úrskeiðis í óveðrinu og sú greining er forsenda þess að taka ábyrgar og hnitmiðaðar ákvarðanir í uppbyggingu innviða. Enda bera áformin þess merki þar sem þau lýsa aðgerðum sem hafa lítið sem ekkert með uppbyggingu innviða fyrir almennig um allt land að gera.
Stjórn Landverndar styður stofnun starfshóps sem skoða á möguleika á fjárfestingabanni í jarðefnaeldsneytisvinnslu. Landvernd bendir jafnframt á tillögur hinna ýmsu hópa Landverndar sem fram hafa komið sl. ár um skref og hugmyndir til þess að ná samdrætti í losun.
Landvernd styður heilshugar tillögu um friðlýsingu Goðafoss en telur rétt að nýta tækifærið og friðlýsa Skjálfandafljót allt.
Stjórn Landverndar vill vekja athygli á því að svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar. Landvernd telur varhugavert að liðka stjórnsýslu um svokallaðar smávirkjanir, að minnsta kosti ef stærðarmörk þeirra haldast óbreytt.
Stjórn Landverndar styður gerð grænnar utanríkisstefnu en telur að setja verði aðgerðir til þess að draga ur losun gróðurhúsalofttegunda í algjöran forgang.
Stjórn Landverndar telur að fyrirhugaðar breytingar á framkvæmdinni Hvalárvirkjun þarfnist nýs umhverfismats.
Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð og telur mikilvægt að litið verði til erlendra fyrirmynda þegar kemur að skipun og hlutverki loftslagsráðs.
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.
Gæta þarf samræmis í áætlanagerð ríkisins. Samgönguáætlun virðist ekki taka mið af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Landvernd vill að olíuleit og vinnsla verði bönnuð með öllu í íslenskri lögsögu.
Nauðsynlegt er að fara yfir hvernig landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt fer fram.
Landvernd stendur vörð um lýðræðislega stjórnarhætti þegar kemur að umhverfismálum.
Stjórn Landverndar lýsir eindregnum stuðningi við friðlýsingu Dranga á Ströndum.
Landvernd telur að allir faglegir ferlar hafi sýnt að veglagningu um Teigsskóg beri að hafna.
Landvernd hafnar háspennulínum á óbyggðum víðernum, miðhálendi Íslands og við náttúruminjar sem njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Stjórn Landverndar styður heilshugar við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands
Stjórn Landverndar telur að byggja eigi stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd og auðlindir á tillögum stjórnlagaráðs.
Mikil réttarbót fyrir málsvara íslenskrar náttúru
Nýtt frumvarp um þjóðgarða og þjóðgarðastofnun þarf að ná til annarra friðlýstra svæða sem eiga að vera í umsjón stofnunarinnar.
Landvernd styður eindregið stofnun miðhálendisþjóðgarðs.
Allt of langt gengið í breytingum á lögum um mat á umhverfisáhrifum á meðan vinna við heildarendurskoðun laganna stendur yfir.
Orkustefna fyrir Ísland varðar alla starfsemi á Íslandi.
Sjórn Landverndar styður tillögur UAR um styrkingu almannaréttarins.
Landvernd vill að loftslagslögum verði breytt þannig að þau endurspegli grafalvarlega stöðu í loftslagsmálum
Stjórn Landverndar lýsir undrun sinni á því að Hvalárvirkjun skuli enn vera á dagskrá því á henni eru stórkostlegir annmarkar sem Landvernd og aðrir ólögbundnir umsagnaraðilar hafa ítrekað bent á, en einnig Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ýmsar náttúruperlur landsins hafa verið eyðilagðar til þess að framleiða á þeim, úr þeim eða með þeim rafmagn sem að langstærstu leyti fer til stóriðju.
Umsögn Landverndar um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Landvernd ítrekar enn og aftur þá sjálfsögðu kröfu að ein heildstæð lög nái yfir gróður- og jarðvegsvernd á Íslandi en með gróðurvernd er þá átt við hefðbundna landgræðslu, vernd og endurheimt votlendis og vernd og endurheimt birkiskóga.
Landvernd telur enn augljóst og nauðsynlegt að ein heildstæð lög nái yfir jarðvegs- og gróðurvernd í landinu, þ.e landgræðslustarfsemi og starfsemi sem snýr að vernd og endurheimt náttúruskóga (birkiskóga).
Það er ekki bara val heldur nauðsyn að greina, endurskoða og samræma alla löggjöf ríkis sem fullgildir grunngildi og aðferðir samnings eins og Árósasamningsins.
Landvernd leggur til að frumvarpið verði unnið upp á nýtt á grunni náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Meginathugasemd samtakanna snýr að notkun verndarflokka IUCN.
Almennt má segja að orðið hafi forsendubrestur frá fyrri kerfisáætlunum Landsnets, sem gerir það að verkum að endurgera þarf nýja kerfisáætlun að verulegu leyti með tilliti til breyttra tíma, auk þess sem kerfisáætlun 2017 var ekki samþykkt af Orkustofnun.
Landvernd – Frjáls og óháð félagasamtök
Við vinnum að náttúruvernd og umhverfismálum og bætum þannig lífsgæðin í landinu. Vertu með!
Netfang: landvernd@landvernd.is
Sími: 5525242
Messenger: m.me/landvernd
Hafa samband
Þú getur notað Visa og Mastercard í vefverslun Landverndar.