Skólar á grænni grein
Eco-Schools Iceland

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi.

Kynntu þér menntaverkefni Landverndar

Umhverfisfréttafólk

Ungmenni kynna sér umhverfismál og miðla á fjölbreyttan hátt til annarra.

Vistheimt með skólum

Nemendur læra um vistkerfi og vistheimt og gera tilraunir í heimabyggð.

Grænfáninn

Nemendur og starfsmenn setja markmið um að auka sjálfbærni í skólanum.

Alviðra

Alviðra er fræðslusetur Landverndar. Þar fara fram fjölbreyttir fræðsluviðburðir.

Verkefnakista
Skóla á grænni grein

Í verkefnakistu Skóla á grænni grein má finna verkefnalýsingar fyrir öll skólastig. Verkefnin eru flokkuð eftir þemum grænfánans, grunnþáttum menntunar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnalýsingar koma frá grænfánaskólum víða um land og sérfræðingum Landverndar. 

Nýjast frá Skólum á grænni grein

Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekkir, þú þekkir aðeins það sem þér er kennt.

Guðmundur Páll Ólafsson

Er skólinn þinn á grænni grein?

Skráðu skólann þinn á græna grein. Grænfánaskólar hafa áhrif og eru leiðandi í menntun til sjálfbærni, náttúruvernd og umhverfismálum. 

Nemendur og starfsfólk velja þema og setja markmið fyrir skólann.

Skrefin sjö eru verkfæri sem nemendur og starfsfólk skóla nota til að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni. 

Hefur skólinn þinn stigið skrefin sjö? 
Þá er tímabært að sækja um grænfána. 

Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu hafa áhrif.

Nemendur velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og taka til aðgerða. 

Markmiðið er að skapa réttlátan heim og framtíð þar sem þar sem fólk hefur jöfn réttindi og tækifæri. Skapa framtíð þar sem ekki er gengið svo á auðlindir jarðar að þær þverri og nái ekki að endurnýja sig. 

Vinsælt efni

Markmiðablöð, gátlistar, umsókn og fleira gagnlegt. 

Viðburðir grænfánans

Scroll to Top