Skólar á grænni grein
Eco-Schools Iceland
Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi.
Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.
Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Grænfáninn í hnotskurn
Grænfáninn
Hvað tákna myndirnar á grænfánanum? Græni liturinn minnir á græna gróðurinn sem er forsenda alls lífs á jörðinni.
200 skólar á grænni grein
Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.
Skrefin sjö
Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefum grænfánans. Að jafnaði tekur sú vinna tvö ár. Þegar skóli hefur stigið skrefin sjö og náð markmiðum sínum má sækja um fá afhentan grænfána.
Grænfánafréttir
Gæðaskólar á grænni grein – Fundir skólastiga 2021
Skólar á grænni grein standa fyrir fundinum Gæðaskólar á grænni grein. Hvernig vinna skólar að menntun til sjálfbærni? Velheppnuð verkefni og nýtt námsefni verður kynnt.
Fundirnir eru vettvangur skólafólks til að miðla, læra og tengjast öðrum í sömu sporum.
Jólakveðja Skóla á grænni grein
Hvernig kennum við um neyslu?
Á döfinni
Gæðaskólar á grænni grein – Fundir skólastiga 2021
Skólar á grænni grein standa fyrir fundinum Gæðaskólar á grænni grein. Hvernig vinna skólar að menntun til sjálfbærni? Velheppnuð verkefni og nýtt námsefni verður kynnt.
Fundirnir eru vettvangur skólafólks til að miðla, læra og tengjast öðrum í sömu sporum.
Hvernig gengur þetta fyrir sig?
Skráðu skólann þinn á græna grein. Grænfánaskólar hafa áhrif og eru leiðandi í náttúruvernd og umhverfismálum.
Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum. Kynntu þér skrefin sjö hér.
Á hverju grænfánatímabili vinna skólar að einu eða fleiri þemum. Þemun tengjast öll sjálfbærni og grunnþáttum menntunar. Mikilvægt er að allir í skólanum þekki hvaða þema er unnið með. Hverju þema fylgir lýsing, gátlisti, verkefnahugmyndir og verkefnalýsingar.
Hefur skólinn þinn stigið skrefin sjö?
Þá er tímabært að sækja um grænfána.
Landvernd hefur safnað í verkfærakistuna. Hér kennir ýmissa grasa þegar kemur að fræðslu og skemmtun. Í verkfærakistu Skóla á grænni grein má finna verkefnabanka, fyrirlestra, námsefni, myndskeið og grænfánagögn.
Vilt þú komast á græna grein? Nýskráning.
Skráðu skólann þinn á græna grein. Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu til umhverfismála. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri.
Handbókin Á grænni grein
Handbókin fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu verkefnisins og tengingu þeirra við aðalnámskrá og grunnþætti menntunar.
Gögn og námsefni
Verkefnakista Skóla á grænni grein Verkefnin í kistunni koma frá Landvernd og skólum í verkefninu. Skoða verkefnin HANDBÆKUR Vistheimt á gróðursnauðu landi – Handbók Handbók …
Tengd verkefni
Ungt umhverfisfréttafólk
Ungt Umhverfisfréttafólk Á tímum loftlagskvíða og falsfrétta valdeflum við ungt fólk og færum þeim tækifæri og tól til að hafa áhrif. Nemendur flytja fréttir um umhverfismál …
Vistheimt með skólum
Vistheimt með skólum Verkefnið beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Landvernd …