Matarsóun

Þriðjungur þess matar sem framleiddur er fer beint í ruslið

 

Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda.

Á heimsvísu er talið að um þriðjungi af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað, það er um 1.3 milljarður tonna. Norðurlandabúar sóa um 3,5 milljónum tonna af mat árlega!

Matarsóun stuðlar að misskiptingu

Matvæli sem er sóað hefðu mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað þá hungursneyð sem steðjar að ýmis staðar í heiminum. Þar að auki hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif sem þjóna þá engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða. Hér er einnig um sóun á fjármunum að ræða þar sem heimili og stóreldhús kaupa í rauninni oft of mikið af mat. Því fæst töluverður samfélagslegur, umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun.

Matarsóun er loftslagsvandamál

Framleiðsla á mat þjóna engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða.
Hér er einnig um sóun á fjármunum að ræða þar sem heimili og stóreldhús kaupa í rauninni oft of mikið af mat. Því fæst töluverður samfélagslegur, umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun.

Afleiðingar matarsóunar eru miklar fyrir loftslagið, lífríkið og samfélög fólks á Jörðinni

Matarsóun er peningasóun, landvernd.is

Afleiðingar matarsóunar

Afleiðingar matarsóunar eru miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir. Það er auðveldast að loka augunum fyrir vandamálinu og hugsa með sér „eigum við ...
Matarsóun veldur loftslagsbreytingum, landvernd.is

Vinnum gegn matarsóun, drögum úr loftslagsbreytingum

Matarsóun veldur loftslagsbreytingum. Vinnum saman gegn matarsóun með því að fylgja þessum heilræðum.
Matarsóun er peningasóun, landvernd.is

Matarsóunarverkefni Landverndar

Landvernd hefur verið í forystu þeirra sem berjast gegn matarsóun frá því í lok árs 2013. Landvernd stýrði norræna samstarfsverkefninu Zero Waste og er í ...
Vinnum gegn matarsóun með þessum skemmtilegu ráðum, landvernd.is

Landvernd gegn matarsóun

Landvernd sýnir hvernig vinna má gegn matarsóun skemmtilegum nytsamlegum og hagnýtum myndböndum. Frystu rauðvínið, bakaðu lummur úr hafragrautnum.
Nánar →
Lærðu meira um matarsóun á matarsoun.is, landvernd.is
Lærðu meira um matarsóun á matarsoun.is
Saman gegn matarsóun - Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd, landvernd.is

Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun - Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd ætlað nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla.
Nánar →