Hefur þú spáð í því hvaðan maturinn kemur sem er á disknum þínum? Ætli hann komi frá mörgum löndum? Verkefnið má aðlaga að öllum aldurshópum.

Aldur: hentar öllum aldurshópum

Efni og áhöld: 

Blað og penni, símar, spjaldtölvur eða fartölvur.

Markmið: 

  • Að kynnast uppruna matarins sem við borðum og velta fyrir sér hvernig matur hefur áhrif á umhverfið. 

Spurningarnar eru:

  1. Í hvaða landi er maturinn framleiddur? Fer framleiðsluferlið fram í fleiri en einu landi? Svaraðu þessu fyrir hverja matartegund sem er í máltíðinni sem þú valdir.
  2. Hversu marga kílómetra þurfti að flytja matinn frá þeim stað sem hann var búinn til þar til hann komst á diskinn þinn?
  3. Hversu margir plasthlutir voru í umbúðum utan um hráefni máltíðarinnar?
  4. Hversu miklum mat af disknum þínum var hent í ruslið? (Notaðu fjölda matskeiða sem mælieiningu fyrir magn af mat sem var hent).
  5. Er kolefnisspor matarsins hátt? 

Þegar þú hefur svarað spurningunum skaltu ræða svörin við samnemendur þína. Að því loknu skulið þið eða bekkurinn skoða saman næstu spurningar.

Umræður í hópum:

  • Hver framleiddi þennan mat? Heldur þú að hann hafi fengið borgað á réttlætanlegan hátt?
  • Hvernig myndi máltíðin okkar líta út ef við værum ekki að flytja inn mat?
  • Af hverju getum við keypt grænmeti og aðrar afurðir frá öðrum löndum þó að sama tegundin sé líka framleidd hér?
  • Þekkið þið eitthvað af mismunandi merkingum? Græna skráargatið, Fair Trade, Blái engillinn, lífrænar vörur, vistvænar vörur, o.s.frv.?
  • Verkefnið kemur úr óútgefinni bók um Menntun til sjálfbærni eftir Guðrúnu Schmidt.