
Loftslagsrall – stöðvaleikur
Stöðvaleikur þar sem nemendur vinna í hóp og leysa saman hugtakaverkefni tengd loftslagsmálum. Verkefni fyrir 13-100 ára
Stöðvaleikur þar sem nemendur vinna í hóp og leysa saman hugtakaverkefni tengd loftslagsmálum. Verkefni fyrir 13-100 ára
Stuttur leikur sem dýpkar þekkingu og skilning nemenda á kolefnishringrásinni. Verkefni fyrir 13 -100 ára
Í þessum stutta leik hugleiða nemendur sínar skoðanir á nokkrum málum tengdum loftslagsbreytingum og ræða þær við aðra nemendur. Verlefni fyrir 14 – 100 ára
Í þessum stutta leik hugleiða nemendur nokkrar yfirlýsingar um loftslagsmál, sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin og ákveða hvort þeir eru sammála þeim eða ekki með því að staðsetja sig á ákveðnum stað í skólastofunni. Rætt verður um niðurstöðurnar. Verkefni fyrir 16-100 ára
Í þessum stutta leik eru nemendur að velta fyrir sér hegðun sína í daglegu lífi og hversu auðlindafrek hún er. Verkefni fyrir 12-100 ára
Í þessu verkefni er gengið út frá aðstæðum í menntun barna í Bangladesh. Það er síðan tengt við m.a. aðstæður verkafólks í fataframleiðslu og svo við öll heimsmarkmið. Nemendur þurfa að beita þverfaglegri- og kerfishugsun til þess að ná utan um vandamálin og hugleiða lausnir og eiga að koma málefninu á framfæri á valdeflandi og skapandi hátt. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.
Í þessum hlutverkaleik setja nemendur sig í spor mismunandi fólks í heiminum sem hefur ólíka hagsmuni og tækifæri þegar kemur að landnýtingu (landbúnaði, ferðamennsku og fleira). Út frá þessum hlutverkum þurfa þeir að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ákveðinn ágreining með sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi. Verkefni fyrir 16 til 100 ára.
Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára
Hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor annarra og ræða um loftslagsréttlæti. Nemendur eiga að átta sig á hversu margbrotin og flókin mál liggja á bakvið hugtakið loftslagsréttlæti. Nemendur eiga í rökræðum með fiskabúrs-aðferðinni og koma sér síðan saman um aðgerðir sem munu stuðla að loftslagsréttlæti. Verkefnið fyrir 14 – 100 ára.
Votlendisbingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 14-100 ára
Landlæsis-bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningunum sjálfir og/eða finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára
Jarðvegs bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára
Þetta verkefni opnar augu þátttakenda fyrir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir dags daglega frá markaðssetningu og auglýsingum. Verkefni fyrir 14-100 ára
Í þessu hópverkefni eru nemendur að fást við annan hugsunarhátt og lífsform en gengur og gerist í vestrænum löndum. Nemendur eiga að ræða hvernig þessi hugsunarháttur er frábrugðin samfélaginu hérlendis en einnig hvenær við hugsum á svipaðan hátt.
Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og peningar fara í lífsgæðakapphlaupið, þ.e. í eigur, auð og álit annarra. Þannig er hægt að öðlast ýmislegt dýrmætt eins og frelsi, frítíma og orku til að verja í það sem er mikilvægt og veitir hamingju.
Þetta er stutt verkefni sem vekur okkur til umhugsunar og hvetur til umræðna um þau lífsgildi sem hver og einn vill að standa fyrir og rækta. Verkefnið fyrir 12-100 ára
Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára
Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld hlaut á dögunum evrópsk nýsköpunarverðlaun kennara. Lifandi náttúra er verkefnasafn ætlað leikskólum og yngsta stigi grunnskóla. Verkefnin snúa að ræktun, lífbreytileika og henta útinámi vel.
Það var góð stemming í góðra veðrinu í Krakkaborg í gær á Degi íslenska náttúru því þá var uppskeruhátíð leikskólans, auk þess, sem skólinn var
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105 Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00
Kt. 6409710459