Þó að við sjáum allskyns fréttir um það sem mætti betur fara í loftslagsmálum þá má er ýmislegt sem gengur vel. Nemendur leita uppi jákvæðar fréttir um loftslagsmálin á netinu. Verkefni fyrir 12-100 ára.

Aðferð: Nemendur vinna verkefnið í hópum.  

Fyrirmæli: Við þurfum að bregðast við loftslagshamförum og gera það vel. Þó að við sjáum allskyns fréttir um það sem mætti betur fara þá má er ýmislegt sem gengur vel. Við sem mannkyn erum gjörn á það að taka frekar eftir neikvæðu fréttunum heldur en þeim jákvæðu.  

Þess vegna er verkefnið ykkar að leita uppi jákvæðar fréttir um loftslagsmálin á netinu. Gætið þess að fréttirnar komi frá áreiðanlegum fjölmiðlum. Finnið tvær jákvæðar fréttir og skrifið stuttan texta um hverja frétt, 3-5 setningar. Textinn á að innihalda helstu upplýsingar úr fréttinni. Styðjist við spurningarnar: hvenær, hver, hvar, hvers vegna?  

Dæmi um fjölmiðla sem þið getið stuðst við (ekki tæmandi listi): 

Rúv.is 

Heimildin.is 

Visir.is 

Theguardian.com 

Bbc.com 

Nytimes.com 

Independent.co.uk 

Setjið upp heimildaskrá þar sem fram kemur hvaðan fréttirnar koma.  

 

Lengri útfærsla:  

Nemendur eru látnir vinna plaköt þar sem þeir taka saman þessar 5-10 fréttir á myndrænan hátt. Plakötin eru síðan prentuð út og hengd upp í skólastofunni.