SÆKJA UM GRÆNFÁNANN
Leiðbeiningar – Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefninu?
Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefni Landverndar? Skólinn þarf að skrá sig á græna grein og stíga sjö skref í átt að grænfána. Skólinn sendir inn umsókn og starfsmaður Landverndar kemur í heimsókn og metur starfið. Skólinn fær skriflega endurgjöf og standist hann úttekt fær hann að flagga grænfána til tveggja ára.
Greinargerð með umsókn um Grænfána
Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö, skilar hann inn umsókn og greinargerð um hvernig tekist hefur til. Í greinargerð er grænfánastarfi skólans frá síðasta fána gerð skil á hnitmiðaðan hátt.
Umhverfisgátlistar og umhverfismat
Umhverfismat og gátlistar ætlaðir nemendum. Nemendur meta stöðu umhverfismála í skólanum með hjálp umhverfisgátlista. Staðan er metin út frá þemum sem skólinn vinnur að hverju sinni.
Grænfánaúttekt og úttektalotur Skóla á grænni grein
Þegar umsókn hefur verið skilað kemur starfsmaður Skóla á grænni í grænfánaúttekt. Í úttekt skoðum við skólann og veitum ráðgjöf.
Afhending grænfána
Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi.