Umsókn skal fylgja greinagerð og fundargerðir umhverfisnefndar
Greinagerð
Umsókn þarf að fylgja greinagerð þar sem fram kemur hvernig skrefin sjö voru stigin frá síðasta fána (eða frá því að skóli skráði sig í á græna grein sé hann að sækja um fyrsta fána). Greinagerð á að vera skýr og stutt. Hér eru ítarlegar leiðbeiningar um gerð greinagerðar.
Fundargerðir
Fundargerðir umhverfisnefndarfunda (stuttar og hnitmiðaðar)
Vinsamlegast sendið fylgigögn: greinagerð, fundargerðir o.fl. á graenfaninn(hjá)landvernd.is
Starfsmaður Landverndar fer yfir umsóknina og finnur tíma til úttektar í kjölfarið. Í úttektinni styðjast starfsmenn við matsblað. Skólar þurfa ekki að fylla matsblaðið út, en það er ágætt að nota það til viðmiðunar t.d. við skrif á greinargerð.
Valkvætt: Skólar sem hafa búið til/hannað verkefni sem þeir telja að eigi erindi við aðra grænfánaskóla eru hvattir til að skila verkefni í verkefnakistu. Þetta er valkvætt og ekki skylda. Nánari upplýsingar um þetta má fá hjá starfsfólki Skóla á grænni grein.
Hjálpargögn
Leiðbeiningar – Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefninu?
Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefni Landverndar? Skólinn þarf að skrá sig á græna grein og stíga sjö skref í átt að grænfána. Skólinn sendir inn umsókn og starfsmaður Landverndar kemur í heimsókn og metur starfið. Skólinn fær skriflega endurgjöf og standist hann úttekt fær hann að flagga grænfána til tveggja ára.
Afhending grænfána
Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi.
Grænfánaúttekt og úttektalotur Skóla á grænni grein
Þegar umsókn hefur verið skilað kemur starfsmaður Skóla á grænni í grænfánaúttekt. Í úttekt skoðum við skólann og veitum ráðgjöf.
Greinargerð með umsókn um Grænfána
Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö, skilar hann inn umsókn og greinargerð um hvernig tekist hefur til. Í greinargerð er grænfánastarfi skólans frá síðasta fána gerð skil á hnitmiðaðan hátt.