Umsókn skal fylgja greinargerð og fundargerðir umhverfisnefndar
Greinargerð
Umsókn þarf að fylgja greinargerð þar sem fram kemur hvernig skrefin sjö voru stigin frá síðasta fána (eða frá því að skóli skráði sig í á græna grein sé hann að sækja um fyrsta fána). Greinargerð á að vera skýr og stutt. Hér eru ítarlegar leiðbeiningar um gerð greinargerðar.
Fundargerðir
Fundargerðir umhverfisnefndarfunda (stuttar og hnitmiðaðar)
Vinsamlegast sendið fylgigögn: greinargerð, fundargerðir o.fl. á graenfaninn(hjá)landvernd.is
Starfsmaður Landverndar fer yfir umsóknina og finnur tíma til úttektar í kjölfarið. Í úttektinni styðjast starfsmenn við matsblað. Skólar þurfa ekki að fylla matsblaðið út, en það er ágætt að nota það til viðmiðunar t.d. við skrif á greinargerð.