Nemendur rannsaka á hvaða hátt best er að græða upp örfoka land í heimabyggð. Verkefnið er unnið í samstarfi Landverndar, Landgræðslu ríkisins og grunn- og framhaldsskólum. Markmið verkefnisins er að auka vitund um vistheimt og mikilvægi hennar við að endurheimta landgæði, líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr loftslagsbreytingum.