Viltu gerast umhverfisfréttamaður? Taktu þátt í YRE verkefni Landverndar, landvernd.is

YRE verkefnið skapar vettvang fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings. Verkefnið er rekið í 45 löndum, víðsvegar um heiminn.

Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi og vinnur í nánu samstarfi við skóla á landinu. Áhugasömum skólum er bent á að hafa samband við Vigdísi Fríðu verkefnastjóra, vigdis(hjá)landvernd.is.

Gefum umhverfinu rödd! 

Í háværri umræðu um loftlagskvíða er ætlunin að þetta verkefnið komi til með að valdefla ungt fólk og gefa þeim tækifærin og tólin til þess að hafa áhrif á umhverfismál. Verkefnið skapar nemendum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt.

Upplýsingum er miðlað á fjölbreyttan hátt

Nemendur hafa kost á því að komast í alþjóðlega keppni með verkefni sín. Hér má sjá dæmi um verkefni erlendis frá.

Verkefnið er rekið af Foundation for Environmental Education (FEE) sem eru alþjóðleg samtök um umhverfismennt. Samtökin reka fleiri umhverfismenntaverkefni, m.a. Skóla á grænni grein (Grænfánann) sem hefur fengið gífurlega góðar viðtökur hér á landi.

YRE – Ungt umhverfisfréttafólk byggir á hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar sem eykur færni nemanda í að takast á við umhverfismál á jákvæðan máta. Áhersla er lögð á að verkefnin tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Er skólinn þinn áhugasamur um að vita meira um verkefnið? 
Sendu póst á vigdis(hjá)landvernd.is og við svörum spurningum þínum.

Hellisbúarnir, 2020, landvernd.is

Instagram – Hellisbúarnir

Þriðja sætið í samkeppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020 hlutu nemendur á bakvið Instagram-síðuna hellisbúarnir sem fjalla um bráðnun jökla.

Ásdís Rós, Congratulations humanity, 2020, landvernd.is

Ljósmynd – Til hamingju mannkyn!

„Congratulations humanity“ hreppti annað sætið í samkeppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020. Ljósmyndin er áhrifarík og sterk gagnrýni á neyslusamfélagið.

Ljósmynd eftir Anton Levi úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Sýnir tré í sima sem stendur á snjóþekju, landvernd.is

Hvernig sjá nemendur umhverfismálin? Ljósmyndasýning

Ungt umhverfisfréttafólk í Fjölbrautaskólanum við Ármúla stendur fyrir ljósmyndasýningu í samstarfi við Landvernd frá 27. maí til 3. júní.

Sigurvegarar

Vinningshafar – Ungt umhverfisfréttafólk 2020

Hvaða umhverfismál brenna á ungu fólki? Ungt umhverfisfréttafólk er verkefni sem Landvernd rekur á Íslandi í nánu samstarfi við skóla í landinu. Vilt þú taka þátt?

Ungt umhverfisfréttafólk sendir inn fréttir og verkefni sín og keppir um verðlaun, YRE, landvernd.is

Ungt umhverfisfréttafólk – Verðlaunaafhending 2020

Hver vinnur keppnina í ár? Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið þann 6. maí og kynnast því sem ungt fólk er að gera í umhverfismálum í dag.

Viltu gerast umhverfisfréttamaður? Taktu þátt í YRE verkefni Landverndar, landvernd.is

YRE verkefni Landverndar

Viltu gerast umhverfisfréttamaður? Taktu þátt í YRE verkefni Landverndar fyrir ungt umhverfisfréttafólk.

Vilt þú taka þátt?

Áhugasömu skólafólki er benta á að hafa samband við Landvernd.
Ungt umhverfisfréttafólk sendir inn fréttir og verkefni sín og keppir um verðlaun, YRE, landvernd.is

Ungt umhverfisfréttafólk – Verðlaunaafhending 2020

Hver vinnur keppnina í ár? Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið þann 6. maí og kynnast því sem ungt fólk er að gera í umhverfismálum í dag.

Horfa →
Scroll to Top