Hér finnur þú hjálpargögn sem styðja við grænfánastarfið í skólanum þínum. Leiðbeiningar, gátlistar, markmiðssetningablöð, umsóknir, úttektatímabil o.fl. 

Landvernd og Skólar á grænni grein koma að útgáfu fjölbreytts námsefnis sem snýr að menntun til sjálfbærni. Námsefnið er öllum opið að kostnaðarlausu. 

HANDBÆKUR

Handbókin Vistheimt á gróðursnauðu landi leiðbeinir um vistheimt með skólum, landvernd.is

Vistheimt á gróðursnauðu landi – Handbók

Handbók og námsbók fyrir kennara og nemendur um vistheimt á gróðursnauðu landi.
Landvernd kemur að útgáfu fjölbreytts fræðsluefnis, landvernd.is

Handbók Skóla á grænni grein

Handbókin fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu verkefnisins og tengingu þeirra við aðalnámskrá og grunnþætti menntunar.

Verkefnakista Landverndar inniheldur fjölmörg verkefni sem byggð eru á menntun til sjálfbærni og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin koma frá þátttökuskólum og námsefnishöfundum Landverndar. 

Hvaða áhrif hefur hafið á líf okkar? Hvaða áhrif höfum við á hafið? Sex til tíu ára nemendur læra um hafið, plast og hvernig við getum haft áhrif. Námsefnið samanstendur af rafbók, verkefnum og kennaraleiðbeiningum. 

Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu hafa áhrif.

Nemendur velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og taka til aðgerða. 

Markmiðið er að skapa réttlátan heim og framtíð þar sem þar sem fólk hefur jöfn réttindi og tækifæri. Skapa framtíð þar sem ekki er gengið svo á auðlindir jarðar að þær þverri og nái ekki að endurnýja sig. 

Barn í blárri úlpu stendur í mosagrónu hrauni. Valdið til unga fólksins í gegnum verkefnin Skólar á grænni grein og ungt umhverfisfréttafólk.

Valdið til unga fólksins

Landvernd rekur tvö verkefni sem stuðla að valdeflingu nemenda. Skólar á grænni grein og Ungt umhverfisfréttafólk færa valdið til unga fólksins.
Hvað er menntun til sjálfbærni? Skólar á grænni grein styðja við gæðamenntun í landinu. landvernd.is

Hvað er menntun til sjálfbærni?

Skólar á grænni grein eru helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í dag. Að slíkri gæðamenntun vinna skólar á þverfaglegan og skapandi hátt. Verkefnin eru unnin ...
krakkar að leiðast úti í náttúrunni, landvernd.is

Sjálfbærnimenntun og aðalnámskrá

Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi. Í aðalnámskrá er kveðið á um að menntun til sjálfnærni skuli samfléttuð í allt nám.