Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf - plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.

Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Í bókinni Hreint haf – Plast á norðurslóðum er hafið skoðað á heildstæðan hátt. Efnið byggir á haflæsi (ocean literacy) og valdeflandi aðferðum menntunar til sjálfbærni (Education for sustainability).

Í þessari bók er fjallað um mikilvægi hafsins fyrir allt líf á Jörðinni og hafið notað sem rauður þráður til að kenna um áhrif manna á náttúruna, mengun og getu til aðgerða.

Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs grunnskóla. 

Fjallað er á hafið á heildstæðan hátt

Sérð þú hvar eitt haf endar og hvar annað haf byrjar? Hafið þekur um 71% yfirborðs jarðarinnar. Meirihluti lífvera (dýr, plöntur og fleira) býr í hafinu.

 

Plöntusvifið í hafinu andar að sér koltvíoxíði og andar frá sér súrefni. Helmingur súrefnis í andrúmsloftinu kemur frá þessum agnarsmáu lífverum.

 

Plast er sniðug uppfinning og hefur hjálpað mannfólkinu mikið. Vandamálið við plastið er hvernig við notum það og hversu mikið. Einnota plast er oft ónauðsynlegt og notað aðeins í skamman tíma.

 

Blautþurrkur, eyrnapinnar og drasl á ekki að fara í klósettið. Klósettpappír og líkamsvessar eins og piss, kúkur, blóð og gubb má fara í klósettið.

Fyrsta skrefið er að læra um hafið og hve mikilvægt það er. Svo er sniðugt að láta aðra vita og segja fullorðna fólkinu frá því svo að það hjálpi við að vernda hafið.

Hvað er menntun til sjálfbærni?

Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu og hafa áhrif.

Nemendur velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og grípa til aðgerða

Markmiðið er að skapa réttlátan heim og framtíð þar sem fólk hefur jöfn réttindi og tækifæri. Skapa framtíð þar sem ekki er gengið svo á auðlindir jarðar að þær þverri og nái ekki að endurnýja sig. Skólar á grænni grein hafa verið leiðandi á Íslandi í innleiðingu menntunar til sjálfbærni í 20 ár. Verkefnið er rekið af Landvernd, stærstu umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hérlendis.

Hreint haf á Norðurlöndum

Hreint haf hefur verið þýdd á nokkur norðulandatungumál og er auk íslensku aðgengileg á dönsku, finnsku, færeysku, norsku (nýnorsku og bókmáli) og sænsku. Norrænar útgáfur eru aðgengilegar á Norden i skolen sem er frír kennsluvefur, sem gefur kennurum og nemendum á Norðurlöndum einstakt tækifæri til að vinna með fræðasviðin ’Mál og menning’, ’Saga og samfélag og ’Loftslag og náttúra’ frá norrænu sjónarhorni. Efnið er öllum skólum opið án kostnaðar.

Um útgáfuna

Hreint haf – Plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók og verkefnasafni og kennsluleiðbeiningum. Bókin er unnin í samstarfi Landverndar, Menntamálastofnunar og UmhverfisstofnunaÚtgáfan var styrkt af NordMar Plastics, formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019.

Höfundurinn

Höfundur námsefnisins er Margrét Hugadóttir sérfræðingur hjá Landvernd. Hún er náttúrufræðikennari með meistarapróf í fjölmenningarlegum kennsluháttum og hefur mikla reynslu af námsefnisgerð sem byggir á hugsmíðahyggju, menntun til sjálfbærni, leitarnámi og umbreytandi námi.

Áður gerði hún Hreint haf (2020), Vísindavöku (2017), Skapandi skóli, handbók um fjölbreytta kennsluhætti (2017)og Jörð í hættu!?(2016). 

Hönnun og teikningar voru í höndum Aronar Freys Heimissonar grafisks hönnuðar.

Námsefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Share on facebook
Share on email
Share on twitter
Scroll to Top