GRÆNFÁNAGÖGN
Vinnuskólar í Skólum á grænni grein
Vinnuskólar á grænni grein endurtaka skrefin sjö og vinna að nýjum markmiðum á hverju sumri.
Grænfáninn – Hvað táknar myndin á fánanum?
Hvað tákna myndirnar á grænfánanum? Græni liturinn minnir á græna gróðurinn sem er forsenda alls lífs á jörðinni.
Leiðbeiningar – Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefninu?
Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefni Landverndar? Skólinn þarf að skrá sig á græna grein og stíga sjö skref í átt að grænfána. Skólinn sendir inn umsókn og starfsmaður Landverndar kemur í heimsókn og metur starfið. Skólinn fær skriflega endurgjöf og standist hann úttekt fær hann að flagga grænfána til tveggja ára.
Umsókn um grænfána
Þegar skóli telur sig hafa tekið öll nauðsynleg skref að grænfána og náð markmiðum sínum, sækir hann um grænfánann. Send er rafræn umsókn og greinargerð um hvernig skrefin sjö voru stigin og hvernig unnið var að markmiðum.
Afhending grænfána
Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem hafa unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi.
Gátlistar – Nemendur meta stöðu mála með hjálp gátlista
Nemendur meta stöðu mála í skólanum með hjálp gátlista fyrir hvert þema. Gátlistarnir gagnast skólum í skrefi tvö. Skrefin sjö eru verkfæri sem Skólar á grænni grein nota til að innleiða breytingar á lýðræðislegan hátt.
Grænfánaúttekt og úttektalotur Skóla á grænni grein
Þegar umsókn hefur verið skilað kemur starfsmaður Skóla á grænni í grænfánaúttekt. Í úttekt skoðum við skólann og veitum ráðgjöf.
Greinargerð með umsókn um Grænfána
Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö, skilar hann inn umsókn og greinargerð um hvernig tekist hefur til. Í greinargerð er grænfánastarfi skólans frá síðasta fána gerð skil á hnitmiðaðan hátt.
Grænfáninn sem áfangi fyrir framhaldsskólanemendur
Framhaldsskólar geta boðið upp á áfanga í umhverfisstjórnun þar sem nemendur fara með umsjón grænfánastarfsins í skólanum.
Markmiðasetning í grænfánaskólum
Skólar á grænni grein setja sér markmið sem eru skýr, mælanleg, aðgerðamiðuð, framkvæmanleg og tímasett.