Stefna Landverndar 2022 – 2024

Landvernd vinnur að náttúruvernd, loftslagsmálum og fræðslu um sjálfbært samfélag, landvernd.is
Stefna Landverndar árin 2022-2024 er að auka áhersla á fræðslu, loftslagsmál, náttúruvernd og sjálfbært samfélag.

Stefna Landverndar árin 2022-2024 var samþykkt á aðalfundi samtakanna 20. maí 2022. Samkvæmt henni vinna samtökin að fræðslu, loftslagsmálum, náttúruvernd, sjálfbæru samfélagi og að því að virkja félaga.

Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Stefna Landverndar byggir á stefnumótun sem unnin var á opnum stefnumótandi félagafundi í mars 2022 og vinnu stjórnar og starfsfólks samtakanna. 

Til að tryggja áframhaldandi árangur á þeirri vegferð sem framundan er, er horft til þess að viðfangsefni Landverndar 2022-2024 verði:

Fræðsla

Markviss fræðsla um umhverfis og náttúruvernd leiðir til þess að hægt er að taka upplýstar ákvarðanir til framtíðar. Fræðsla skólanema, ungmenna, almennings, fyrirtækja og stjórnvalda er leið Landverndar til að koma skilaboðum sínum áleiðis.

  • Unnið verður að umhverfisfræðslu á öllum skólastigum sem miðar að getu til aðgerða.
  • Landvernd styrkir grasrótina með stofnun málefnahópa.
  • Landvernd leiðbeinir þeim sem vilja standa sig vel í umhverfismálum.
  • Almenningsfræðsla og þátttaka í upplýsandi umræðu um neyslu/sóun, loftslagsmál, og virðingu fyrir náttúrunni aukin.

Loftslagsmál

Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun nútímans og brýnt að ólíkir aðilar komi saman til að stemma stigu við þeim og afleiðingum þeirra.

  • Landvernd hyggst auka fræðslu um neyslu og loftslagsmál með því að taka upp verkefnið Young Reporters for the Environment.
  • Landvernd styður við endurheimt votlendis.
  • Landvernd dregur úr losun tengdri starfssemi sinni um 50%
  • Landvernd styður við loftslagsverkfall og baráttu unga fólksins fyrir raunverulegum aðgerðum gegn hamfarahlýnun.

 

Loftslagshópur Landverndar vinnur að aukinni vitund um loftslagsmál, vertu með, landvernd.is

Loftslagshópur Landverndar

Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar.
Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og nýir meðlimir velkomnir!

Lesa meira »
Jökulsárlón, landvernd.is - loftslagsáskorun

Loftslagsáskorun

Við undirrituð skorum á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til afdráttarlausra og öflugra aðgerða til að snúa við þeirri ógnvænlegu þróun sem nú blasir við í loftslagsmálum og ógnar öllu lífríki.

Lesa meira »

Náttúruvernd

Landvernd á rætur sínar í því að standa vörð um verndarsvæði og verndaðar vistgerðir hér á landi og mun halda því áfram.

  • Landvernd beitir stjórnvöld og ríki aðhaldi svo að farið sé eftir lögum um náttúruvernd.
  • Landvernd leggur áherslu á að Miðhálendisþjóðgarður verði stofnaður sem fyrst.
  • Verndun víðerna eins og Drangajökulsvíðerna.
Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Hálendishópur Landverndar

Hálendishópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem deila sýn á óumdeilt mikilvægi víðerna Íslands. Starf hópsins felst í því að vekja athygli á hálendi Íslands og styðja við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. 

Lesa meira »

Sjálfbært samfélag

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Á tímum sem nú er sjaldan ef nokkurn tímann jafn mikilvægt að fræða almenning um það hvernig hægt er að byggja upp sjálfbær samfélög út um allt land.

  • Landvernd vill að dregið sé úr hverskonar sóun.
  • Landvernd vinnur að vitundarvakningu um neyslu, að fólk endurhugsi framtíðina.
Við þurfum að endurhugsa framtíðina og endurmeta neyslu okkar. Hvernig getum við háttað lífi okkar án þess að það komi niður á tækifærum komandi kynslóða? landvernd.is

Endurhugsum framtíðina

Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífsstíl er stórt. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu.

Lesa meira »
Hreinsum Ísland, hættum notkun á einnota og hreinsum í kringum okkur, landvernd.is

Hreinsum Ísland

Landvernd og Blái herinn eru í samstarfi í baráttunni við plastmengun undir hatti Hreinsum Íslands en Blái herinn sér um strandhreinsunararm verkefnisins.

Lesa meira »
Matarsóun er peningasóun, landvernd.is

Matarsóunarverkefni Landverndar

Landvernd hefur verið í forystu þeirra sem berjast gegn matarsóun frá því í lok árs 2013. Landvernd stýrði norræna samstarfsverkefninu Zero Waste og er í samstarfi við Reykjavíkurborg um að minnka matarsóun hjá starfsmönnum borgarinnar.

Lesa meira »

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd