Loftslagshópur Landverndar vinnur að aukinni vitund um loftslagsmál, vertu með, landvernd.is

Loftslagshópur Landverndar

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og nýir meðlimir velkomnir!

Vilt þú taka virkan þátt og grípa til aðgerða í loftslagsmálum?

Landvernd eru félagasamtök sem vinna að náttúruvernd og sjálfbæru samfélagi.

Loftslagshópurinn er grasrótarhópur á vegum Landverndar. Þar koma saman einstaklingar sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum.  Eitt helsta markmið hópsins er að vekja athygli á loftslagshamförum.

Hópurinn skipuleggur ýmsa viðburði og gjörninga í þágu umhverfisins, skrifar greinar og umsagnir og leitast eftir því að hafa áhrif á loftslagsumræðuna í samfélaginu. 

Fundir loftslagshópsins eru annan hvern þriðjudag frá kl. 20:00 – 22:00. Allt félagsfólk í Landvernd og nýir meðlimir velkomnir!

Hér má finna upplýsingar um næsta fund hópsins.

Hvað er gert á fundum ?

Með starfi loftslagshópsins skapast öðruvísi umræða og nýjar aðferðir við það að vekja athygli á loftslagsvandanum. Almenningur fræðir almenning og almenningur hvetur almenning. Grasrótarhópurinn er vettvangur fyrir fólk á öllum aldri sem vill fræðast um loftslagsvandann, grípa til aðgerða og hvetja almenning og stjórnvöld áfram.

Á fundum hópsins eru næstu aðgerðir skipulagðar, nýjustu fréttir í loftslagsmálum ræddar og skapast oft heitar umræður um lausnir á loftslagsvánniHópurinn hefur fengið til sín fyrirlesara á fundi sem hafa gefið vinnu sína en einn markmið hópsins er einmitt að auka þekkingu þátttakenda á hinum ýmsu hliðum loftslagsmála. Engin krafa er gerð um sérþekkingu meðlima á loftslagsmálum. Hópurinn samanstendur af aðilum með fjölbreyttan bakgrunn.

Dæmi um örfræðslur sem hópurinn hefur fengið:

  • Umhverfisbankinn, Áskell Þórisson.
  • Matarsóun og Vakandi, Rakel Garðarsdóttir
  • Mikilvægi votlendis, Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins
  • Matarspor, Sigurður Loftur, Ungur umhverfissinni og starfsmaður Eflu
  • Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi, Sigurður Markússon
  • Áhrif nýju stjórnarskráarinnar á umhverfismál, Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins
  • Áhrif beitar á kolefnisbúskap Íslands, Ólafur Arnaldsson
  • Carbfix, dr. Sandra Snæbjörnsdóttir
  • Bjargráð við loftslagskvíða – Vigdís Fríða, verkefnastjóri Ungs umhverfisfréttafólks 

Taktu þátt í grasrótarstarfi Landverndar

Dæmi um fyrri verkefni loftslagshópsins

loftslagsmal-nafn-a-vidburdi-landvernd

Viðburður: Loftslagsmálin á mannamáli

Loftslagsmálin eru mikið í umræðunni. Þann 21. september 2021 efnir Landvernd til fræðslufundar um loftslagsmálin á mannamáli.

Lesa →
Loftslagshópur Landverndar vekur athygli á loftslagsmálum á göngubrú yfir Miklubraut á mesta umferðartímanum. 2020

Viltu hafa áhrif á loftslagsmálin? Fréttabréf og fundir í janúar 2021

Loftslagshópur Landverndar samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og áhugasvið en eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og framtíðarinnar. Vertu með!

Lesa →

Loftslagsvænar jólagjafir – yfir 50 ráð frá loftslagshópi Landverndar

Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum veitir hér góð ráð fyrir þau sem kjósa að gefa loftslagsvænar jólagjafir!

Lesa →
loftslagsmálin eru í brennidepli. Taktu þátt í grasrótarstarfi Landverndar

Hafðu áhrif á loftslagsmálin á nýju ári, vertu með í loftslagshópi Landverndar

Í loftslagshópnum koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Vertu með!

Lesa →
loftslagshopurinn.fimmvodruhals.2020, landvernd.is

Loftslagshópurinn gagnrýninn á aðgerðaáætlun

Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum skilaði nýverið inn umsögn sinni við uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Lesa →
Loftslagshópur Landverndar við Hörpu, landvernd.is

Setjum okkur háleitari markmið!

Heildarkvóti jarðarinnar fyrir losun gróðurhúsalofttegunda er að tæmast og Vesturlandabúar bera ábyrgð á 70% af losuninni hingað til. Hraður samdráttur er afar brýnn.

Lesa →
Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Taktu afstöðu með náttúrunni

Gakktu í lið með Landvernd
Scroll to Top