Loftslagshópur Landverndar

Loftslagshópur Landverndar vinnur að aukinni vitund um loftslagsmál, vertu með, landvernd.is
Loftslagshópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Allir félagar og nýir meðlimir velkomnir!

Vilt þú taka virkan þátt og grípa til aðgerða í loftslagsmálum?

Landvernd eru félagasamtök sem vinna að náttúruvernd og sjálfbæru samfélagi.

Loftslagshópurinn er grasrótarhópur á vegum Landverndar. Þar koma saman einstaklingar sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum.  Eitt helsta markmið hópsins er að vekja athygli á loftslagshamförum.

Hópurinn skipuleggur ýmsa viðburði og gjörninga í þágu umhverfisins, skrifar greinar og umsagnir og leitast eftir því að hafa áhrif á loftslagsumræðuna í samfélaginu. 

Fundir loftslagshópsins eru annan hvern þriðjudag frá kl. 20:00 – 22:00. Allt félagsfólk í Landvernd og nýir meðlimir velkomnir!

Hér má finna upplýsingar um næsta fund hópsins.

Hvað er gert á fundum ?

Með starfi loftslagshópsins skapast öðruvísi umræða og nýjar aðferðir við það að vekja athygli á loftslagsvandanum. Almenningur fræðir almenning og almenningur hvetur almenning. Grasrótarhópurinn er vettvangur fyrir fólk á öllum aldri sem vill fræðast um loftslagsvandann, grípa til aðgerða og hvetja almenning og stjórnvöld áfram.

Á fundum hópsins eru næstu aðgerðir skipulagðar, nýjustu fréttir í loftslagsmálum ræddar og skapast oft heitar umræður um lausnir á loftslagsvánniHópurinn hefur fengið til sín fyrirlesara á fundi sem hafa gefið vinnu sína en einn markmið hópsins er einmitt að auka þekkingu þátttakenda á hinum ýmsu hliðum loftslagsmála. Engin krafa er gerð um sérþekkingu meðlima á loftslagsmálum. Hópurinn samanstendur af aðilum með fjölbreyttan bakgrunn.

Dæmi um örfræðslur sem hópurinn hefur fengið:

  • Umhverfisbankinn, Áskell Þórisson.
  • Matarsóun og Vakandi, Rakel Garðarsdóttir
  • Mikilvægi votlendis, Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins
  • Matarspor, Sigurður Loftur, Ungur umhverfissinni og starfsmaður Eflu
  • Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi, Sigurður Markússon
  • Áhrif nýju stjórnarskráarinnar á umhverfismál, Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins
  • Áhrif beitar á kolefnisbúskap Íslands, Ólafur Arnaldsson
  • Carbfix, dr. Sandra Snæbjörnsdóttir
  • Bjargráð við loftslagskvíða – Vigdís Fríða, verkefnastjóri Ungs umhverfisfréttafólks 

Taktu þátt í grasrótarstarfi Landverndar

Dæmi um fyrri verkefni loftslagshópsins

loftslagsmal-nafn-a-vidburdi-landvernd

Viðburður: Loftslagsmálin á mannamáli

Loftslagsmálin eru mikið í umræðunni. Þann 21. september 2021 efnir Landvernd til fræðslufundar um loftslagsmálin á mannamáli.
Lesa →
Loftslagshópur Landverndar vekur athygli á loftslagsmálum á göngubrú yfir Miklubraut á mesta umferðartímanum. 2020

Viltu hafa áhrif á loftslagsmálin? Fréttabréf og fundir í janúar 2021

Loftslagshópur Landverndar samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og áhugasvið en eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af ...
Lesa →

Loftslagsvænar jólagjafir – yfir 50 ráð frá loftslagshópi Landverndar

Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum veitir hér góð ráð fyrir þau sem kjósa að gefa loftslagsvænar jólagjafir!
Lesa →
loftslagsmálin eru í brennidepli. Taktu þátt í grasrótarstarfi Landverndar

Hafðu áhrif á loftslagsmálin á nýju ári, vertu með í loftslagshópi Landverndar

Í loftslagshópnum koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Vertu með!
Lesa →
loftslagshopurinn.fimmvodruhals.2020, landvernd.is

Loftslagshópurinn gagnrýninn á aðgerðaáætlun

Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum skilaði nýverið inn umsögn sinni við uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Lesa →
Loftslagshópur Landverndar við Hörpu, landvernd.is

Setjum okkur háleitari markmið!

Heildarkvóti jarðarinnar fyrir losun gróðurhúsalofttegunda er að tæmast og Vesturlandabúar bera ábyrgð á 70% af losuninni hingað til. Hraður samdráttur er afar brýnn.
Lesa →

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd