Hafðu áhrif á loftslagsmálin á nýju ári, vertu með í loftslagshópi Landverndar

loftslagsmálin eru í brennidepli. Taktu þátt í grasrótarstarfi Landverndar
Í loftslagshópnum koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Vertu með!

Loftslagshópurinn er hluti af grasrótarstarfi Landverndar. Öllum félögum í Landvernd og nýjum meðlimum er frjálst að taka þátt í starfinu. Hópurinn fundar á tveggja vikna fresti, fræðist um loftslagsmálin og skipuleggur ýmsa viðburði og gjörninga í þágu umhverfisins. Auk þess skrifa meðlimir hópsins greinar og umsagnir og leitast eftir því að hafa jákvæð áhrif á loftslagsumræðuna í samfélaginu. 

Áherslur loftslagshópsins mótast af meðlimum hans að hverju sinni og getur hver og einn aðili hópsins haft mikil áhrif á það hvaða verkefni hópurinn tekur fyrir að hverju sinni og hvaða fræðsluerindi verður fyrir valinu á fundum. 

 

Það er margt spennandi á döfinni 2021

Loftslagshópurinn er einn af fáum aðgerðarhópum í umhverfismálum á Íslandi sem hittist reglulega. Á nýju ári verður fræðsla fyrir meðlimi hópsins um almannatengsl og auglýsingaherferðir. Fræðslan verður veganesti okkar út í árið. Á árinu verður meðal annars lögð áhersla á hringrásarhagkerfið, aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum og Alþingiskosningarnar. Önnur áhersluatriði ráðast á árinu, en starf loftslagshópsins endurspeglast iðilega af því sem er að gerast í samfélaginu á hverri stundu. 

Nýliðafundur verður haldinn í upphafi árs fyrir þau sem hafa áhuga á því að taka þátt í hópnum, engin aldurstakmörk gilda og eru meðlimir hópsins á öllum aldri. 

Viltu hafa áhrif með Landvernd?

Hér eru nokkrar leiðir: 

Guðrún Schmidt er sérfræðingur Skóla á grænni grein, landvernd.is

Leiðtogar umbreytinga

Stjórnvöld gera ekki nóg í loftslagsmálum og ný aðgerðaáætlun eykur ekki á bjartsýni um það. Í breytingum sem við þurfum að gera á okkar samfélagi verðum við ...

Traust áætlun eða skýjaborgir? – fyrstu viðbrögð við nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Aldin héldu sameiginlegan fjölmiðlafund þar sem hver samtök fyrir sig héldu stutta kynningu á sínum fyrstu viðbrögðum við uppfærðri ...

Loftslagsmál – ályktun aðalfundar 2024

Landvernd lýsir áhyggjum af því hve litlum árangri Ísland hefur náð í loftslagsmálum. Þrátt fyrir markmið stjórnvalda hefur heildarlosun aukist en ekki minnkað, þó að ...

Hvernig ræði ég loftslagsmálin við börn?

Hvernig er hægt að ræða loftslagsmál og umhverfismál við börn án þess að valda loftslagskvíða og vonleysistilfinningu? Mikilvægt er að nálgast þessi flóknu mál á ...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd