Hafðu áhrif á loftslagsmálin á nýju ári, vertu með í loftslagshópi Landverndar

loftslagsmálin eru í brennidepli. Taktu þátt í grasrótarstarfi Landverndar
Í loftslagshópnum koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Vertu með!

Loftslagshópurinn er hluti af grasrótarstarfi Landverndar. Öllum félögum í Landvernd og nýjum meðlimum er frjálst að taka þátt í starfinu. Hópurinn fundar á tveggja vikna fresti, fræðist um loftslagsmálin og skipuleggur ýmsa viðburði og gjörninga í þágu umhverfisins. Auk þess skrifa meðlimir hópsins greinar og umsagnir og leitast eftir því að hafa jákvæð áhrif á loftslagsumræðuna í samfélaginu. 

Áherslur loftslagshópsins mótast af meðlimum hans að hverju sinni og getur hver og einn aðili hópsins haft mikil áhrif á það hvaða verkefni hópurinn tekur fyrir að hverju sinni og hvaða fræðsluerindi verður fyrir valinu á fundum. 

 

Það er margt spennandi á döfinni 2021

Loftslagshópurinn er einn af fáum aðgerðarhópum í umhverfismálum á Íslandi sem hittist reglulega. Á nýju ári verður fræðsla fyrir meðlimi hópsins um almannatengsl og auglýsingaherferðir. Fræðslan verður veganesti okkar út í árið. Á árinu verður meðal annars lögð áhersla á hringrásarhagkerfið, aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum og Alþingiskosningarnar. Önnur áhersluatriði ráðast á árinu, en starf loftslagshópsins endurspeglast iðilega af því sem er að gerast í samfélaginu á hverri stundu. 

Nýliðafundur verður haldinn í upphafi árs fyrir þau sem hafa áhuga á því að taka þátt í hópnum, engin aldurstakmörk gilda og eru meðlimir hópsins á öllum aldri. 

Viltu hafa áhrif með Landvernd?

Hér eru nokkrar leiðir: 

Hvernig ræði ég loftslagsmálin við börn?

Hvernig er hægt að ræða loftslagsmál og umhverfismál við börn án þess að valda loftslagskvíða og vonleysistilfinningu? Mikilvægt er að nálgast þessi flóknu mál á ...

Krafa Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ungra umhverfissinna til stjórnvalda varðandi loftslagsmál

Nú þegar COP28 er handan við hornið er mikilvægt að skoða hvað íslenskum stjórnvöldum ber að gera í loftslagsmálum í alþjóðlegu samhengi. Eftirfarandi fréttatilkynning var ...

Þriðjungur Orkusjóðs til Samherja, Ísfélags Vestmannaeyja og Arnarlax

Samherjasamstæðan hagnaðist um 14,3 milljarða á síðasta ári, Ísfélag Vestmannaeyja um 8 milljarða og Arnarlax um 6 milljarða. Þess vegna kom á óvart þegar úthlutað ...

Norðurlönd í fremstu röð á heimsvísu í aðgerðum á sviði líffræðilegrar fjölbreytni – ákall til aðgerða frá norrænu náttúruverndarsamtökunum

Norræn náttúruverndarsamtök taka saman höndum til verndar náttúru á Norðurlöndunum.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd