Vistheimt bætir landgæði, gróður, jarðveg og eykur líffræðilegra fjölbreytni og er mikilvæg aðgerð til þess að endurheimta illa farin vistkerfi. Vistheimt með skólum er verkefni Landverndar, landvernd.is

Vistheimt með skólum

Hvað segja krakkarnir?

Ævar vísindamaður heimsóttir tilraunareiti nemenda Hvolsskóla, Hvolsskóli tekur þátt í Vistheimtarverkefni Landverndar, landvernd.is

Nemendur Hvolsskóla segja frá Vistheimt með skólum

Ævar vísindamaður heimsótti nemendur í Hvolsskóla sem eru þátttakendur í Vistheimtarverkefni Landverndar. Í myndskeiðinu má sjá tilraunareiti nemenda

Horfa →

Söfnum birkifræjum

Birkisöfnunarbox má nálgast víða. Söfnun birkifræja er hafin. landvernd.is

Vistheimt með birki. Söfnum birkifræjum og endurheimtum íslensku birkiskógana

Landsátak er hafið í söfnun og dreifingu birkifræs. Endurheimt birkiskóga mikilvæg fyrir loftslagið og lífbreytileika á Íslandi.

Nánar →

Vistheimt með skólum - framúrskarandi menntaverkefni

Nemendur rannsaka hvaða aðgerð hentar endurheimt vistkerfa í heimabyggð í Vistheimt með skólum, landvernd.is

Vistheimt með skólum – Tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2020

Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.

Nánar →
Getum við gert eitthvað til að endurheimta það vistkerfi sem áður var á landssvæði sem hefur raskast? Getum við endurheimt vistkerfi á svæðum þar sem nú er auðn? Landvernd stendur fyrir verkefni sem snýr að því að aðstoða nemendur við visheimt á örfoka landi í grennd við skólann. Áhugasamir skólar leiti til Landverndar. landvernd.is

Vistheimt

Getum við gert eitthvað til að endurheimta það vistkerfi sem áður var á landssvæði sem hefur raskast? Getum við endurheimt vistkerfi á svæðum þar sem nú er auðn? Landvernd stendur fyrir verkefni sem snýr að því að aðstoða nemendur við visheimt á örfoka landi í grennd við skólann. Áhugasamir skólar leiti til Landverndar.

Handbókin

Handbókin Vistheimt á gróðursnauðu landi leiðbeinir um vistheimt með skólum, landvernd.is

Vistheimt á gróðursnauðu landi – Handbók

Handbók og námsbók fyrir kennara og nemendur um vistheimt á gróðursnauðu landi.

Mikilvægt er að endurheimt vistkerfa byggi á vísindalegum rannsóknum þar sem kannað er hvaða aðferðir henta best á hverju svæði, landvernd.is

Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega aðferðin

Vistheimt með skólum byggir á endurheimt vistkerfa, reynslunámi og vísindalegri aðferð. Verkefnið er liður í að efla þekkingu og getu grænfánaskóla til að takast á við flóknari umhverfismál og lögð er sérstök áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum og túlkun þeirra.

Nánar

Jarðvegurinn og ég

Í þessum hlutverkaleik setja nemendur sig í spor mismunandi fólks í heiminum sem hefur ólíka hagsmuni og tækifæri þegar kemur að landnýtingu (landbúnaði, ferðamennsku og fleira). Út frá þessum hlutverkum þurfa þeir að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ákveðinn ágreining með sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi. Verkefni fyrir 16 til 100 ára.

jörðin sem jólakúla

Öðruvísi jólaóskir

Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára

Votlendisbingó

Votlendisbingó

Votlendisbingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 14-100 ára

landlæsis bingó

Landlæsisbingó

Landlæsis-bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningunum sjálfir og/eða finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

jarðvegsskipting

Jarðvegsbingó

Jarðvegs bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

Lúpína

Eyðing Alaskalúpínu og Skógarkerfils

Tilgangur þessa verkefnis er að styðja vinnuskólana við að eyða alaskalúpínu og skógarkerfli, bæði með fræðslu um þessar tegundir og með praktískum ráðum við eyðingu.

BINGO

BINGÓ – Eldri nemendur

Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar, er að það kynnist náttúrunni. Bingó er ein leið til þess að njóta þess að vera út í náttúrunni og skoða hana gaumgæfilega.

ljóstillífun

Ljóstillífunarleikur

Að nemendur læri um ljóstillífun, þeir þjálfast að vinna í hóp og læra flókið hugtak í gegnum leik. Verkefni fyrir 7-12 ára

Birki Áskell

Náttúra til framtíðar

Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, er ein slík lausn.

framræst votlendi - Hlynur

Þjónusta vistkerfa – getum við lifað án náttúrunnar?

Í þessu verkefni læra nemendur um þjónustu vistkerfa og mikilvægi hennar fyrir okkur mannfólkið (og aðrar lífverur). Hægt er að hjálpa vistkerfi í slæmu ástandi að auka þjónustu þess með því að stunda vistheimt og endurheimta lífbreytileikann. Verkefni fyrir 10-13 ára.

Vilt þú taka þátt?

Áhugasömu skólafólki er benta á að hafa samband við Landvernd.
Viltu gerast umhverfisfréttamaður? Taktu þátt í YRE verkefni Landverndar, landvernd.is

Umhverfisfréttafólk

Hafðu áhrif! Ungt umhverfisfréttafólk skapar ungmennum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt. Kynntu þér málið og …

Skoða vef
Stýrihópur grænfánans

GRÆNFÁNINN

Skólar á grænni greinEco-Schools Iceland Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Kynntu þér menntaverkefni Landverndar Umhverfisfréttafólk Ungmenni …

Skoða vef
Scroll to Top