©Kristján Ingi Erlendsson, ljósmyndari. Kristján Ingi er höfundur bókarinnar Unique Island og fær Landvernd 5% af söluandvirði hverrar bókar.

SJÁLFBÆRT SAMFÉLAG

Sjálfbærni snýst um að allir jarðarbúar, óháð hvar og hvenær þeir eru fæddir geti mætt sínum þörfum um vatn, fæðu, húsaskjól, menntun og heilbrigðisþjónustu svo eitthvað sé nefnt, án þess að ganga svo nærri auðlindum og lífríki jarðar að komandi kynslóðir geti ekki mætti sínum þörfum.

Við þurfum langtímaplan

Í raun er sjálfbært samfélag langtímaplan þar sem gert er ráð fyrir jafnvægi á milli samfélags, efnahags og náttúru. Ágangur manna á auðlindir jarðar er mikill og dregur hann úr tækifærum sem börnin á jörðinni og komandi kynslóðir geta nýtt sér í framtíðinni.

Mikilvægt er að draga úr neyslu og stefna að sjálfbærri nýtingu auðlinda með framtíð mannkyns og lífs á jörðu að leiðarljósi. 

Stefna Landverndar tengd sjálfbæru samfélagi

Landvernd vill að dregið sé úr sóun og að Íslendingar verði meðvitaðir um eigið fótspor á kostnað annarra. Samtökin vilja vekja fólk til vitundar um neyslu svo að það endurhugsi framtíðina.

Lesa stefnu Landverndar fyrir árin 2019-2021

Þróað land er ekki þar sem fátækir eiga bíl, heldur þar sem ríkir nota almenningssamgöngur.

Gustavo Petro, fyrrum borgarstjóri Bógota, Kólumbíu

Plastáskorun

Taktu áskorun Landverndar og skoraðu á aðra.

VERKEFNIN

Scroll to Top