#5 ENDURVINNUM
Við höfum skapað stórt vandamál með neyslu okkar og lífsstíl.
Hvað getum við gert?
Búum til minna rusl og gætum þess að koma því sem fellur til í réttan flokk
Að flokka er neyðarúrræði og í raun lágmarks mengunarvörn
Að flokka leysir ekki umhverfisvandann sem við stöndum frammi fyrir
Búum til minna rusl
Endurhugsum
Afþökkum
Einföldum og kaupum minna
Endurnýtum eins og við getum
Búum til minna rusl
Endurvinnum
Flokkum plast, pappír, málm og lífrænt
Moltum sjálf eða komum lífrænum úrgangi til moltugerðar
Moltum heima – með Bokashi tunnu í eldhússkápnum. Sjá t.d. Jarðgerðarhópinn á facebook
Moltum með hjálp ánamaðka. Sjá t.d. hópinn Moltugerð með ánamöðkum – líka fyrir þá sem eiga ekki garð á facebook. Þar skiptist fólk á ráðum og ormum.
Góð ráð fyrir árangursríka flokkun
Fyrsta verkefni nýrra Grænfánaskóla er oft að koma á flokkun. Hér eru nokkur góð ráð sem hjálpa skólum að ná árangri.
Stöðvum hvers kyns urðun
Urðun er tímaskekkja
Allt rusl sem fer í stóra hólfið í svörtu/ gráu tunnunni er grafið í jörðu og urðað
Á hverjum degi eru 100 rúmmetrar af rusli keyrðir og grafnir í jörðu í Álfsnesi á Höfuðborgarsvæðinu
Flokkum allan úrgang og komum í veg fyrir urðun
Látum ekki bjóða okkur hvað sem er, því stundum er besta lausnin beint fyrir framan nefið á okkur.
Endurhugsum neysluna
Endurhugsum neysluna
Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina – og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið er að endurhugsa það sem við notum, kaupum og borðum. Hverju getum við sleppt?
Afþökkum óþarfa
Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Einföldum lífið og kaupum minna
Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Landvernd eru frjáls félagasamtök sem rekin eru á félagsgjöldum og styrkjum. Samtökin standa vörð um náttúru Íslands og fræða fólk um loftslagsmál og sjálfbærni.