SKILMÁLAR OG ÞJÓNUSTA

Velkomin á undirskriftarsíðu og í vefverslunina landvernd.is sem er í eigu og rekstri Landverndar. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við landvernd.is

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú skrifar undir áskorun eða verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun landvernd.is samþykkir þú þessa skilmála. Þegar skrifað er undir áskorun gefur þú til kynna að þú samþykkir þessa skilmála með því að haka í viðeigandi reit.  

Um Landvernd:

Landvernd,
Guðrúnartún 8,
105 Reykjavík, Ísland,
kt. 640971-0459
email: landvernd@landvernd.is
sími: 552 5242

1. PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

Öflun persónuupplýsinga

Landvernd heldur til haga perónugreinanlegum upplýsingum svo sem tölvupóstfangi, nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Landvernd heldur einnig til haga ýmsum lýðfræðilegum upplýsingum sem eru ekki persónugreinanlegar svo sem upplýsingum um póstnúmer, aldur, kyn og áhugamál.

Upplýsingum um tölvu- og hugbúnað er sömuleiðis sjálfkrafa safnað saman af Landvernd. Þessar upplýsingar geta til að mynda verið IP-tala tölvunnar þinnar, upplýsingar um tegund vafra sem þú notar, lén sem eru heimsótt, hvenær þau eru heimsótt og viðeigandi vefföng. Þessar upplýsingar notar Landvernd í þeim tilgangi að veita góða þjónustu og til að afla almennra tölfræðilegra upplýsinga um notkun Landvernd vefsíðunnar.

Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú lætur af hendi perónulegar upplýsingar eða mikilvæg gögn í gegnum almenn skilaboðasvæði Landvernd þá geta þessar upplýsingar verið notaðar af þriðja aðila. Ath: Landvernd les ekki persónuleg samskipti sem fara fram á vefnum

Landvernd hvetur þig til að skoða hvernig meðferð persónupplýsinga er háttað hjá þeim vefsíðum sem þú kýst að krækja á Landvernd. Þannig getur þú fylgst með því hvernig þær vefsíður afla, nota og deila upplýsingum þínum. Landvernd er ekki ábyrgt fyrir meðferð persónuupplýsinga á þeim síðum sem ekki eru beinir aðilar að Landvernd og Landvernd netkerfinu né á nokkru því efni sem þar er að finna.

Notkun persónuupplýsinga

Landvernd heldur til haga og notar persónuupplýsingar þínar til að starfrækja Landvernd heimasíðuna og halda úti þeirri þjónustu sem þar er boðið uppá. Landvernd notar einnig auðkennanlegar persónuupplýsingar til að að kynna þér aðrar vörur og þjónustu sem Landvernd og samstarfsaðilar bjóða uppá. Þá gæti Landvernd einnig sett sig í samband við þig til að kanna viðhorf þitt til núverandi eða tilvonandi þjónustumöguleika.

Landvernd hvorki selur, leigir né gefur út viðskiptavinaskrár til þriðja aðila. Svo gæti farið að Landvernd setji sig í samband við þig annað veifið fyrir hönd utanaðkomandi aðila vegna einstakra tilboða sem við teljum að gætu vakið áhuga þinn. Í slíkum tilfellum eru persónuupplýsingar (tölvupóstfang, nafn, heimilisfang, símanúmer) ekki afhentar þriðja aðila. Að auki gæti svo farið að Landvernd deili gögnum með áræðanlegum aðilum til að fá aðstoð við tölfræðilegar greiningar eða til að senda þér tölvupóst eða almennan póst. Öllum slíkum aðilum er hins vegar óheimilt að nýta persónuupplýsingar úr fórum Landvernd til eigin nota og af þeim er krafist að þeir fari með persónuupplýsingar sem slíkar.

Landvernd hvorki notar né gefur upp viðkvæmar persónuupplýsingar svo sem um kynþátt, trúarbrögð eða stjórnmálaþáttöku án afdráttarlauss samþykkis hlutaðeigandi.

Landvernd fylgist með því hvaða vefsíður viðskiptavinir okkar heimsækja innan Landvernd-netsins til að kynna sér hvaða þjónustur sem Landvernd býður uppá eru vinsælastar hverju sinni. Þessar upplýsingar eru notaðar til að senda sérsniðið efni og auglýsingar innan Landvernd til viðskiptavina.

Landvernd vefsíður munu þá aðeins gefa upp persónuupplýsingar þínar viðvörunarlaust að þess sé krafist af löggiltum aðilum eða í þeirri trú að slíkt sé nauðsynlegt til að verja einkaeignarétt Landvernd eða tryggja persónuegt öryggi notenda eða annarra borgara. Slík afhending upplýsinga verður þó alltaf að vera í fullu samræmi við lög eða þá löglegu ferla sem Landvernd einsetur sé að fara eftir.

2. LEIÐBEININGAR

Vefverslunin landvernd.is er einföld og örugg. Hér fyrir neðan geturðu skoðað skref fyrir skref hvernig þú verslar og hverju þú getur átt von á.

Skoðaðu vöruna og lestu upplýsingarnar, við reynum að hafa þær sem ítarlegastar.

  1. Smelltu á “setja í körfu” þegar þú hefur fundið það sem þér líkar. Um leið og aðgerðin er framkvæmd sérðu tölu í innkaupakörfunni í toppi síðunnar. Það er fjöldi þeirra vara sem eru í innkaupakörfunni þinni. Þú ert einnig fluttur um leið í körfuna til að auðvelda að ljúka verslun, en getur að sjálfsögðu ákveðið að halda áfram að versla.
  2. Veldu fleiri vörur og settu í körfuna eða veldu að skoða körfu til að fullvissa þig um að allar upplýsingar séu réttar. T.d. fjöldi eininga. Þú getur alltaf fjarlægt vörur með því að smella á Xið eða breytt fjölda og mundu þá að “uppfæra körfuna”. Það er einnig hér í körfunni, sem þú bætir inn afsláttarkóða ef þú hefur slíkan í fórum þínum.
  3. Ef þú ert nýr viðskiptavinur þarftu að fylla út næstu skref, sem snúa að greiðsluupplýsingum og heimilisfangi. Ef þú hefur verslað áður á landvernd.is getur þú alltaf skráð þig inn á “Mínar síður” og nýtt upplýsingar sem fyrir eru. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu, smelltu þá á “gleymt lykilorð”, skráðu netfangið eða notendanafn og nýtt lykilorð er sent um hæl á netfangið þitt.
  4. Þú fyllir út upplýsingarnar og smellir á “áfram”. Þegar hér er komið sögu þarftu að skrá upplýsingar um greiðslukort. Þú getur notað Visa og Mastercard í vefversluninni. landvernd.is síðan sendir þig áfram yfir í örugga greiðslugátt Borgunar um leið og skrá þarf upplýsingar um greiðslukortið. landvernd.is er því aldrei með neinar slíkar upplýsingar, heldur tekur Borgun beint við slíku og varðveitir og gengur frá greiðslunni.
    Mundu að haka við að þú hafir samþykkt skilmálana og svo staðfesta pöntun.
  5. Þegar greiðslu er lokið ættir þú að færast aftur yfir á síðuna landvernd.is– sýndu smá þolinmæði. Þá geturðu skoðað allar upplýsingar um pöntunina þína í “Mínar síður”. Þú færð einnig staðfestingu á pöntun senda um hæl á netfangið, sem þú hefur skráð.

3. VÖRUR, NIÐURHAL

Þú finnur vörur í vefverslun landvernd.is sem eru niðurhalanlegar og svokölluð “sýndarviðskipti” eins og t.d. rafræn gjafakort eða styrktargreiðslur. Sú kvittun sem þú færð um hæl þegar viðskiptum er lokið, er einnig kvittun fyrir kaupunum og veitir í sumum tilvikum aðgang að t.d. hlekk til að hlaða vörunni niður.

4. VERÐ Á VÖRU

Uppgefið verð í vefverslun okkar er í íslenskum krónum. Verðið er heildarverð. Landvernd eru félagasamtök og undanþegin söluskatti. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.

5. FERILL PANTANA

Þegar þú hefur lokið við að panta í vefverslun færðu tölvupóst með pöntunarnúmeri og kvittun fyrir vörukaupum. Þú færð einnig staðfestingu ef varan er send frá versluninni. Við áskiljum okkur rétt til að bakfæra allar pantanir ef grunur um einhvers konar misferli vaknar.

6. GREIÐSLULEIÐIR

Eftirfarandi kort er hægt að nota í vefverslun landvernd.is:
Visa
Mastercard

Greiðslan mun birtast á kortayfirliti þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun.

Fyrir þig sem óskar að nýta beina millifærslu á bankeikning, þá munu þær upplýsingar birtast í vefverslun, en hér eru þær einnig til glöggvunar:
bankareikningur: 0301-26-9904  / IBAN IS400301260099046409710459 / SWIFT ESJAISRE, kt. 640971-0459

7. GREIÐSLUVANDAMÁL

Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.

8. ÖRYGGI VEFSVÆÐIS

Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að allar greiðslur séu öruggar. Notast er við SSL kóðun til að tryggja dulkóðun kortanúmersins og annara persónugagna, en kóðunin uppfyllir ströngustu kröfur um gagnavernd á netinu. Undir lok pöntunarinnar flytur síðan þig yfir á https-svæði þar sem þú setur inn kortaupplýsingar. Kortaupplýsingar eru settar beint inn á svæði Borgunar ehf. og því er landvernd.is aldrei handhafi slíkra upplýsinga. Við vistum sem sagt engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.

Gamlir vafrar geta verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota. Gamlir vafrarar geta einnig komið í veg fyrir þægileg, einföld og örugg viðskipti með því að “tala” ekki beint við vefsvæðið.

10. AÐ SKIPTA OG SKILA VÖRU

Vörur í versluninni, eru sem útgangspunktur sýndarvörur (styrkir, gjafakort og álíka). Á slíkum vörum er ekki skilafrestur. Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á öðrum vörum gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt.

11. AFHENDINGARMÁTI

Vörur í versluninni, eru sem útgangspunktur sýndarvörur og eru niðurhalanlegar strax að loknum kaupum. Hlekkur eða aðgangur að skjölum til niðurhals er í netpósti, sem sendur er að loknum kaupum og/eða á „Mínum síðum“.

Sé um aðrar vörur að ræða t.d. bækur, boli eða vörur, sem sendast til kaupanda, er sendingarkostnaður innifalinn í kaupverði nema annað sé sérstaklega tekið fram. Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á slíkum vörum gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt og að vörunni sé skilað í upprunalegu horfi og umbúðum. Kaupandi ber ábyrgð á kostnaði, sem fylgir skilum, þmt póstsendingarkostnaði. Allar vörur sendast með Íslandspósti, en Landvernd sendir einungis innan Íslands.

12. ÁBYRGÐ OG SKULDBINDING

Vefverslun þessi er opin öllum en við erum ekki ábyrg fyrir rangri notkun síðunnar né erum við skuldbundin til að eiga alltaf allar vörutegundir til á lager.

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna ofangreindra skilmála skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Við hlökkum til að eiga skemmtileg og einlæg viðskipti við þig.

Landvernd
Guðrúnartún 8,
105 Reykjavík
kt. 640971-0459
email: landvernd@landvernd.is
sími: 552 524.