Hefur þú velt fyrir þér hvernig landslag verður til?
Fórstu kannski að skoða gosið á Reykjanesi eða hefur þú upplifað eitthvert annað gos? Hugsaðir þú þá um þessa rosalegu krafta sem þrýstu glóandi hrauninu upp á yfirborðið, rifu sundur heilu björgin, bara til að valta svo yfir þau? Hvað gekk á þegar fjöllin urðu til, öll hraunin, þegar jöklarnir stækkuðu og ruddu á undan sér öllu sem fyrir varð – og hvað þeir skilja eftir sig nú þegar þeir hopa? Hefurðu hugsað um árnar sem hafa grafið heilu dalina eða hraun sem hafa stíflað árfarvegi og ruðst yfir ræktað land og mannabústaði?
