FRÉTTIR AF STARFI OG VERKEFNUM
Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni borgið eftir 15 ára baráttu
Lokið er 15 ára baráttu Landverndar og fjölda annarra gegn virkjanaáformum sem hefðu eyðilagt náttúruperluna Hverfisfljót og einstakt umhverfi hennar. Staðfest er að sveitarstjórnir þurfa að fara að náttúruverndarlögum!
Áskorun um að hafna Klausturselsvirkjun – risavöxnu vindorkuveri á Fljótsdalsheiði
Tugir risamastra á hæð við þrjár Hallgrímskirkjur hefðu óhjákvæmilega í för með sér gríðarlega eyðileggingu á Fljótsdalsheiði, auk mengunar, truflunar og ógnar við gróður, fugla og spendýr á svæðinu. Landvernd safnar undirskriftum við áskorun um að ekkert verði af Klausturselsvirkjun.
Landsnet axli ábyrgð
Það vekur furðu að rafmagnslaust hafi verið á Suðurnesjum þrátt fyrir að tvær stórar virkjanir séu á svæðinu.
Samspil ferðaþjónustu og náttúruverndar
Það eru takmörk fyrir því hve marga ferðamenn náttúra landsins og samfélagið okkar getur borið með góðu móti. Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri Landverndar og Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, óska eftir skýrri stefnu um ferðaþjónustu á Íslandi.
Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna alvarlegrar loftmengunar
Stjórn Landverndar telur loftmengun á höfuðborgarsvæðinu algerlega óviðunandi og kallar eftir aðgerðum.
Klausturselsvirkjun
Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.
Áformuð vindorkuver í tugatali
Grein í Morgunblaðinu, þar sem fjallað er um fyrirhuguð vindorkuáform erlendra virkjanafyrirtækja hefur vakið mikla athygli.
Framtíðin er núna
Hvernig var árið 2022 þegar kemur að umhverfismálunum? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar fer yfir árið og bendir á að ákvarðanir sem við tökum í dag ákvarði framtíðina.
Leiðsögumenn eru lykilfólk í náttúruvernd!
Tryggvi Felixson fjallar um mikilvægi leiðsögumanna og hvernig þeir geta tengt mann og náttúru. Ávarp í tilefni af 50 ára afmæli Leiðsagnar, félags leiðsögumanna.
Vindorka – árás á náttúru Íslands
Ráðist er að íslenskri náttúru, okkar verðmætustu auðlind, með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, segir Andrés Skúlason.
Atgangur orkugeirans sé alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum.
Bréf til ráðherra varðandi umhverfis- og náttúruvernd og fiskeldi í opnum sjókvíum
Um það er ekki deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum getur valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt koma upp ný dæmi um það á Íslandi. Áhrifin …
Vindmyllur eru skaðlegir skýjakljúfar
Túrbínusvæði verða engir yndisreitir, segir Kristín Helga Gunnarsdóttir og varar við gullgröfurum í vindorkuframleiðslu.
Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands
Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.
Lögum breytt í þágu náttúrunnar
Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.
Fréttir af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna – COP27 – miðvikudagurinn 16. nóvember
Auður framkvæmdastjóri Landverndar er á COP27 ráðstefnunni í Sharm-El-Sheik í Egyptalandi. Hún deilir með okkur því sem henni fannst markvert 16. nóvember – þann dag ráðstefnunnar sem var helgaður líffræðilegri fjölbreytni.
Loftslagsbreytingar – aðgerðir sem virka eða sjálfsmorð mannkyns?
Tryggvi Felixson gagnrýnir aðgerðir íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og kallar þær barnalega léttvægar. Sú hugmyndafræði sem skapaði vandann mun ekki leysa hann.
Fréttir af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna – COP27 – þriðjudagurinn 15. nóvember
Auður framkvæmdastjóri Landverndar sækir COP27 ráðstefnuna í Sharm-El-Sheik í Egyptalandi. Hún deilir með okkur því sem henni finnst markvert 15. nóvember – daginn sem mannkynið náði 8 milljörðum.
Fréttir af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna – COP27 – mánudagurinn 14. nóvember
Auður framkvæmdastjóri Landverndar sækir COP27 ráðstefnuna í Sharm-El-Sheik í Egyptalandi. Hún deilir með okkur því sem henni finnst markvert.
Mánudagurinn 14. nóvember:
Nægjusamur nóvember
Nægjusemi er hugsunarháttur allsnægta, alveg öfugt við neysluhyggjuna sem er sá hugsunarháttur að skorta stöðugt eitthvað.
Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa
Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.
Vertu í liði með náttúrunni og nældu þér í skattaafslátt
Landvernd er málsvari náttúrunnar. Ef þú leggur okkur lið með því að gerast félagi eða með einstökum styrkjum getur þú fengið skattaafslátt. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta fengið skattaafsláttinn. Landvernd sér um að koma upplýsingunum til skattsins.
Öræfaástin og eignarhaldið
Náttúran er nú sem aldrei fyrr borin fram sem auðmeltur skyndiréttur og jafnvel sem neyðarframlag til loftslagsvandans á heimsvísu.
Hálendi Íslands þarf nauðsynlega komast sem fyrst inn í hálendisþjóðgarð. Það er land sem okkur ber skylda til að varðveita sem síðustu stóru, samfelldu og óskemmdu víðerni Evrópu. Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar.
Þóra Bryndís Þórisdóttir, f. 17.4.1971 d. 9.10.2022 – Minningarorð
Þóra Bryndís Þórisdóttir er látin. Hún starfaði um árabil fyrir Landvernd og hafði umsjón með verkefninu Vistvernd í verki. Hún var brautryðjandi sem lyfti grettistaki …
Fokk jú, íslensk náttúra!
Framkvæmdastjóri Landverndar spyr hvernig það megi vera að Norðurál geti orðið umhverfisfyrirtæki ársins hjá Samtökum atvinnulífsins.
Lifandi náttúra – Lífbreytileiki á tækniöld hlýtur verðlaun
Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld hlaut á dögunum evrópsk nýsköpunarverðlaun kennara. Lifandi náttúra er verkefnasafn ætlað leikskólum og yngsta stigi grunnskóla. Verkefnin snúa að ræktun, lífbreytileika og henta útinámi vel.
Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi
Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.
Hverfisfljót – einstakt svæði í hættu
Hverfisfljót og umhverfi þess eru einstakt svæði, sem yrði gjörspillt með áformaðri Hnútuvirkjun. Skipulagsstofnun kolfelldi virkjunina þegar umhverfisáhrif hennar voru metin. Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar um málið.
Góð kartöfluuppskera í Krakkaborg í Flóahreppi
Það var góð stemming í góðra veðrinu í Krakkaborg í gær á Degi íslenska náttúru því þá var uppskeruhátíð leikskólans, auk þess, sem skólinn var …
Breyting á raforkulögum
Landvernd styður frumvarp að lögum sem er ætlað að koma í veg fyrir að almenningur beri kostnað við breytingar á dreifikerfinu sem gerðar eru vegna þarfa stórnotenda.
Strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum
Þegar strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum var unnið virðist ekki hafa farið fram raunverulegt mat á áhrifum á náttúru, umhverfi og loftslag.
Kjalölduveita – atlaga að perlu hálendisins?
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar skrifar um virkjunaráform Landsvirkjunar í og við Þjórsárver í gegnum tíðina í tilefni af því að Alþingi ákvað í vor að taka virkjanakostinn Kjalölduveitu úr verndarflokki rammaáætlunar og setja í biðflokk.
Að breyta framtíðarsýn í veruleika
Guðrún Schmidt skrifar um draumaheim, þar sem mannkynið hefur náð að afstýra verstu afleiðingum loftslagsbreytinga og minnir á að þegar hafa verið settar upp vörður af alþjóðasamfélaginu sem eiga að leiða okkur þangað.
Veljum plast sem er minna skaðlegt umhverfinu. Þekktu umhverfismerkin.
Kynntu þér umhverfismerkin sem þú getur treyst.
Einnota plast er vandamálið – Fimm hlutir sem hjálpa hafinu
Svona getur þú hjálpað hafinu í plastlausum september.
Fáum við aldrei nóg?
Þolmarkadagur Jarðar – dagurinn þar sem við erum farin að lifa á yfirdrætti sem börnin okkar þurfa að greiða upp er 28. júlí 2022. Guðrún Schmidt skrifar.
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Framkvæmdastjóri Landverndar segir ávinninginn af raforkuframleiðslu Íslendinga fara að verulegu leyti úr landi. Hún segir að raforkan sem nú fer til stóriðju geti skapað verðmæti annarsstaðar. Mikið afl sé í fjölbreyttu íslensku atvinnulífi.
Orkuskipti sem við getum verið stolt af
Tryggvi Felixson skrifar um orkuskipti sem við getum verið stolt af. Náttúruvernd, loftslagsvernd og orkuskipti tala saman.
Ákall kennara til sveitastjórna um allt land – MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI
Áskorun kennara til sveitarstjórna um aukinn stuðning við menntun til sjálfbærni.
Við skorum á þig að styðja við okkur skólafólkið og gera sveitarfélagið þitt að fyrirmynd annarra í loftslagsmálum og menntun til sjálfbærni.
Sviðsmyndir Landverndar um raforkunotkun 2040
Orkuskipti sem við getum verið stolt af – orkuskipti, loftslagsvernd og náttúruvernd haldast í hendur. Hér kynnir Landvernd sviðsmyndir um raforkuskipti.
Hvað knýr mannshjörtun? Hver er tilgangur lífsins?
Hver er tilgangur lífsins? Kannski er það að fá að sitja í friði hjá á eða læk sem hoppar og skoppar, hendist, beljast, drynur og ólmast? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar.
Orkuskiptahermir
Skoðaðu orkuskiptahermi Landverndar. Orkuskiptin geta farið fram án þess að eyðileggja einstaka íslenska náttúru.
Fréttatilkynning: Höfnum því að færa svæði úr verndarflokki í biðflokk
Fréttatilkynning frá Landvernd um álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um rammaáætlun.
Náttúra Íslands bíður því enn um sinn eftir því að stjórnvöld sýni í verki vilja til að vernda hana.
Viltu virkja? Veistu hvað er í húfi?
Íslensk náttúra er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Hér eru stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda.
Sumardagskrá í Alviðru, fræðslusetri Landverndar 2022
Kynntu þér fjölbreytta dagskrá í Alviðru, fræðslusetri Landverndar í sumar.
Júní pakkinn grænfánans er tileinkaður vinnuskólum
Myndband, verkefnalýsingar og fræðsluefni um menntun til sjálfbærni fyrir vinnuskóla.
Náttúruverndarsamtök og landeigendur kæra virkjun í Hverfisfljóti
Við höfum kært ákvörðun sveitastjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti.
Níu ráð: Minnkaðu plastið sem þú innbyrðir
Meðal manneskja innbyrðir 5 grömm af plasti á viku. Hér eru níu ráð frá Landvernd um hvernig megi draga úr þessu magni.
Aukaefni í plasti geta valdið skaða í lífríkinu
Aukaefni í plasti geta valdið skaða í lífríkinu. Sum efni komast inn í frumur og geta haft hormónabreytandi áhrif. Horfðu á myndbandið.
Annar hver andardráttur þinn kemur frá hafinu
Á Degi hafsins er viðeigandi að rifja upp mikilvægi hafsins fyrir lífið á Jörðinni. Hugum að hafinu.
Viðburður 15. júní 2022 – Orkuskipti sem við getum verið stolt af!
Landvernd efnir til fundar um orkuskiptin, þar sem að sýnt verður frá sviðsmyndum Landverndar um orkuskiptin. Fundurinn verður haldinn í Veröld – Hús Vigdísar þann …
Hraðar, hraðar! Orkuskipti eða neysluskipti?
Hraðar, hraðar! Orkuskipti eða neysluskipti? Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur skrifar um brýna nauðsyn þess að segja sannleikann.
Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög
Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.
Leynilegt bandalag plantna
Vitað er að tré tala saman með því að senda loftborin efnaboð sín á milli. Innihald skilaboðanna geta verið á alla vegu. Jóhannes Bjarki Urbancic stjórnarmaður Landverndar og líffræðingur skrifar um leynilegt bandalag plantna.
Samband manns og náttúru rofið
Ávarp Tryggva Felixsonar formanns á aðalfundi Landverndar 2022.
Samhljómur hamingjunnar
Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar skrifar um náttúrutíðni og samhljóm hamingjunnar.
10 aðgerðir sem sveitarstjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið
Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn. Hér eru 10 aðgerðir sem sveitarstjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið.
Ályktanir og ný stjórn Landverndar á aðalfundi 2022
Aðalfundur Landverndar fór fram 20. maí 2022. Þar voru kjörnir nýir stjórnarmeðlimir, ályktanir og ný stefna samtakanna kynnt og samþykkt.
Að alast upp í Grænfánaskóla
Grænfáninn spilar stórt hlutverk í að fræða og valdefla yngstu kynslóðirnar og gefa þeim þannig tól til að krefjast breytinga. Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra Umhverfissinna segir frá reynslu sinni að hafa alist upp í grænfánaskóla.
Sumardagskrá SJÁ – Vertu með og taktu þátt í sjálfboðaliðastarfinu.
Leggðu þitt af mörkum og taktu þátt í beinni náttúruvernd. Sjálfboðaliðar í SJÁ vinna að náttúruvernd víða um land. Kynntu þér verkefni vorsins og vertu með.