Sumardagskrá Alviðru liggur fyrir. Fullt af spennandi viðburðum sem vert að setja strax í dagbókina:
Laugardagur 7. júní kl. 14:00
Fuglalíf við Sogið í leiðsögn félaga í Fuglavernd
Laugardagur 14. júní kl. 14:00 (Dagur hinna villtu blóma 15. júní)
Lífið í og við Sogið – Skúli Skúlason vatnalíffræðingur, Einar Þorleifsson fuglafræðingur og Rannveig Thoroddsen grasafræðingur
Laugardagur 28 júní kl. 13:00-18:00
Gengið á Ingólfsfjall um Gönguskarðið með Tryggva Felixsyni leiðsögumanni
Sunnudagur 17. ágúst kl. 10:00-16:00
Opinn veiðidagur í samstarfi við Starir ehf.
Sunnudagur 24. ágúst kl. 14:00
Jarðfræðiganga með Þorgerði Maríu formanni Landverndar
Sunnudag 14. September kl. 14:00 – í tilefni af Degi íslenskrar náttúru
Haustuppskeruhátíð grenndargarða Alviðru og
Hlaupið í náttúrunni við Sogið
Svo er gott að fylgjast vel með fésbókarsíðunni og fá myndir frá viðburðum sem eru á sumardagskrá Alviðru
Alviðra er fræðslusetur Landverndar, þar sem boðið er upp á fræðslu um lífríkið og jarðfræði. Í Alviðru er einnig grenndargarður, þar sem félögum í Landvernd býðst að rækta eigið grænmeti.