Félagar í Landvernd

Landvernd er stærstu umhverfisverndarsamtök á Íslandi með 5.600 félaga sem berjast fyrir náttúru Íslands og vilja að náttúran njóti vafans.

Með því að vera félagi í Landvernd styrkir þú baráttu Landverndar sem veitir stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum aðhald og fræðir almenning um náttúruna og umhverfið.

Landvernd lætur sig náttúruvernd um allt land varða sem og umhverfisvá sem steðjar að öllum heiminum eins og loftslagsbreytingar. Landvernd telur að óbyggð víðerni séu sérlega verðmæt óröskuð og beitir sér fyrir verndun þeirra um allt land.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.