Félagar í Landvernd

Félagar í Landvernd berjast fyrir náttúru Íslands og leyfa náttúrunni að njóta vafans. Með því að vera félagi í Landvernd styður þú við baráttu Landverndar sem veitir stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum aðhald og fræðir almenning um náttúruna og umhverfið.

Landvernd lætur sig náttúruvernd um allt land varða sem og umhverfisvá sem steðjar að öllum heiminum eins og loftslagsbreytingar. Landvernd telur að óbyggð víðerni séu sérlega verðmæt óröskuð og beitir sér fyrir verndun þeirra um allt land.

Félagar í Landvernd eru 5.600 - Landvernd er stærstu umhverfisverndarsamtök á Íslandi.

Félagsmönnum Landverndar heldur áfram að fjölga, landvernd.is
Ritið sýnir fjölgun félagsmanna Landverndar frá árinu 2011 til 2019

Áhugi landsmanna á umhverfismálum fer vaxandi og fleiri vilja taka þátt í því að vernda umhverfið. Með fleiri félögum náum við betri árangri, vekjum meiri athygli og höfum aðgang að breiðari þekkingu og reynslu.

Félögum í Landvernd hefur fjölgað hratt á undanförnum árum og ljóst að fólk vill hafa áhrif og styðja við náttúru- og umhverfisvernd í Landinu. 

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.