©Kristján Ingi Erlendsson, ljósmyndari. Kristján Ingi er höfundur bókarinnar Unique Island og fær Landvernd 5% af söluandvirði hverrar bókar.

Náttúruvernd

Íslensk náttúra er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa.
Víðerni og stórbrotið landslag fela í sér verðmæti sem eru ómetanleg og er afar brýnt að vernda.

Íslendingum ber að vernda víðerni sem eru einstök á heimsmælikvarða 

Íslendingar eru vörslumenn um 42% víðerna Evrópu og má finna villtustu prósent víðerna hér á landi.

Nú þegar er hefur mörgum einstæðum svæðum verið raskað, í mörgum tilfellum vegna orkuframleiðslu fyrir stóriðju. Beint og óbeint tjón á náttúru Íslands vegna þessa er mikið og að stórum hluta óafturkræft.

Leyfum náttúrunni að njóta vafans, höfnum stóriðju

Stefna Landverndar í náttúruvernd

Landvernd vill gæta að einstakri náttúru Íslands svo að framtíðarkynslóðir fái notið hennar.

 

Lesa stefnu Landverndar fyrir árin 2019-2021

Hálendið er í alla staði verðmætara villt en virkjað.

Snorri Baldursson, fyrrum formaður Landverndar

Friðlýsum Drangajökulsvíðerni!

Við skorum á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu.
MIðhálendi Íslands er einn mesti fjársjóður landsins, Landvernd.is

Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður?

Miðhálendi Íslands er einn mesti fjársjóður landsins. Þjóðgarður á miðhálendi Íslands myndi tryggja vernd þessa svæðis og um leið gæti hann skapað mörg tækifæri til náttúrufræðslu, útivistar og atvinnusköpunar í landinu.

Styðjum hálendisþjóðgarð

Skrifaðu undir viljayfirlýsingu náttúruverndarsamtaka, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Scroll to Top