- UM LANDVERND
Kynntu þér Landvernd
- VIÐFANGSEFNI
- GRÆN PÓLITÍK
- STYÐJA
Stuðningur
Verslun Landverndar
- VERKEFNI LANDVERNDAR
Innkaupakarfa
No products in the cart.
100% Örugg verslun!
Hálendið er í alla staði verðmætara villt en virkjað.
Meginrökin fyrir verndun stórra svæða er hin einstaka náttúra Íslands. Náttúran er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Þá eru hér stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda.
Náttúra íslands er viðkvæm og með aukinni vitund um nauðsyn verndar má tryggja að komandi kynslóðir fái hennar einnig notið.
Íslendingar eru vörslumenn um 42% af allra villtustu víðernum Evrópu. Víðerni Íslands eru einstök á heimsmælikvarða og þarfnast verndar, bæði náttúrunnar vegna og okkar sjálfra.
Miðhálendi Íslands er einn mesti fjársjóður landsins. Þjóðgarður á miðhálendi Íslands myndi tryggja vernd þessa svæðis og um leið gæti hann skapað mörg tækifæri til náttúrufræðslu, útivistar og atvinnusköpunar í landinu.
Tryggja þarf að uppbygging efnahagslífsins eftir Covid miði að grænum lausnum. Kolefnisgjald og Hálendisþjóðgarður eru hluti af því.
Stóriðja og raforkuframleiðendur ógna þessari einstöku náttúru og eiga fjölmargar náttúruperlur í hættu að verða sökkt eða vera breytt í iðnaðarsvæði.
Virkjanir sem eru allt að 9,9 MW eru kallaðar „smávirkjanir“. Slíkar virkjanir eru engar SMÁvirkjanir.
Mynd: Við upptök Geitdalsár í Leirudal. Ljósmynd: Andrés Skúlason
Stóriðja notar 77% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en setur stóriðju í fyrsta sætið og tengir gjarnan stóran iðnað við fjarlægar virkjanir um svokallaðar stóriðjulínur, oft langt frá byggð.
Miðhálendi Íslands er einn mesti fjársjóður landsins. Þjóðgarður á miðhálendi Íslands myndi tryggja vernd þessa svæðis og um leið gæti hann skapað mörg tækifæri til náttúrufræðslu, útivistar og atvinnusköpunar í landinu.
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105, Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00.
Kt. 640971-0459
Sjáðu á KORTI
Netfang: landvernd@landvernd.is
Sími: 552 5242
Messenger: m.me/landvernd
Hafa samband