Meginrökin fyrir verndun stórra svæða er hin einstaka náttúra Íslands. Náttúran er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Þá eru hér stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda.
Íslendingar eru vörslumenn um 42% víðerna Evrópu og má finna villtustu prósent víðerna hér á landi.
Nú þegar er búið að raska um helmingi af virkjanlegum háhitasvæðum á landinu og fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Beint og óbeint tjón á náttúru Íslands vegna þessa er mikið og að stórum hluta óafturkræft.
Lög um náttúruvernd kveða á um að vernda Íslenska náttúru. Við krefjumst þess að þessum lögum sé fylgt.