Það er ekki rafmagnsskortur á Íslandi – Stóriðjan þrengir að víðernum

Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er stærsti valdur mengunar á Íslandi á eftir flugsamgöngum, á myndinni má sjá Elkem á Grundartanga, landvernd.is
Stóriðja notar 77% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en setur stóriðju í fyrsta sætið og tengir gjarnan stóran iðnað við fjarlægar virkjanir um svokallaðar stóriðjulínur, oft langt frá byggð.

Mesta hættan sem steðjar að náttúru Íslands er orkuframleiðsla fyrir orkufrekan iðnað. Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er í senn mjög mengandi fyrir loftslagið og setur einstakar náttúruperlur í hættu. Til að framleiða málma þarf að flytja inn mörg þúsund tonn af kolum og timburkurli sem er svo brennt með tilheyrandi mengun.

Það vantar ekki meira rafmagn

Stóriðja notar 77,5% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. 

Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en setur stóriðju í fyrsta sætið og tengir gjarnan stóran iðnað við fjarlægar virkjanir um svokallaðar stóriðjulínur, oft langt frá byggð.

Öll heimili nota 5% orkunnar sem er framleidd

Tryggja þarf að almenningur hafi aðgang að raforku. Um 5% raforkunnar sem framleidd er á Íslandi fer til almennings. 

Gagnaver nota jafn mikið rafmagn og öll heimili landsins

Gagnaver sem eru að stærstum hluta notuð til að grafa eftir rafmynt nota jafn mikið rafmagn og heimilin í landinu eða 5%. 

Stóriðja notar 77,5 % rafmagns á Íslandi

 Byggðarlögum er gagngert haldið frá raforkunni og velur Landsnet að fara gegn sínum eiginlega tilgangi með því að halda síður við byggðarlínum. Svo slæmt er þetta að víða um land þarf að knýja bæjarsundlaugar með olíuvél í nokkra daga á ári.

Orkutölur, stóriðjan notar 77,5% raforkunnar. landvernd.is
Orkutölur 2020 - Heimild: Orkustofnun 2021.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd