Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er stærsti valdur mengunar á Íslandi á eftir flugsamgöngum, á myndinni má sjá Elkem á Grundartanga, landvernd.is

Það er ekki rafmagnsskortur á Íslandi – Stóriðjan þrengir að víðernum

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Stóriðja notar 77% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en setur stóriðju í fyrsta sætið og tengir gjarnan stóran iðnað við fjarlægar virkjanir um svokallaðar stóriðjulínur, oft langt frá byggð.

Mesta hættan sem steðjar að náttúru Íslands er orkuframleiðsla fyrir orkufrekan iðnað. Stóriðja, sér í lagi framleiðsla málma er í senn mjög mengandi fyrir loftslagið og setur einstakar náttúruperlur í hættu. 

Það vantar ekki meira rafmagn

Stóriðja notar 77% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en setur stóriðju í fyrsta sætið og tengir gjarnan stóran iðnað við fjarlægar virkjanir um svokallaðar stóriðjulínur, oft langt frá byggð.

Stóriðja notar 77% rafmagns á Íslandi

Byggðarlögum er gagngert haldið frá raforkunni og velur Landsnet að fara gegn sínum eiginlega tilgangi með því að halda síður við byggðarlínum. Svo slæmt er þetta að víða um land þarf að knýja bæjarsundlaugar með olíuvél í nokkra daga á ári.

Stóriðja notar 77% allrar raforku á Íslandi, Orkutölur 2019, landvernd.is
Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top