Nýjast í náttúruvernd og grænni pólitík
- Allar greinar
- Ályktanir
- Áskorun
- GRÆN PÓLITÍK
- Kærur og dómsmál
- NÁTTÚRUVERND
- Umsagnir
Hálendishátíð 2023 – veisla til heiðurs Hálendi Íslands
GDRN, Celebs, Lón og Kári koma fram á Hálendishátíð og heiðra Hálendi Íslands. Það gerir líka ljósmyndarinn Chris Burkard, en ljósmyndir hans munu skreyta Iðnó á Hálendishátíð. Miðasala er á tix.is, sjá hlekk í fréttinni.
Ráðstöfun auðlinda þjóðarinnar
Skýrslan „Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur“ er afrakstur vinnu starfshópa sem matvælaráðuneytið skipaði til að fjalla um sjávarauðlind okkar Íslendinga. Landvernd sendi matvælaráðuneytinu umsögn um skýrsluna.
Fagradalsá og Kaldakvísl
Virkjun yrði mikið inngrip í náttúru miðað við stærð virkjunar. Heimild: Orkustofnun
Skattlagning orkuvinnslu
Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.
Haustverkin
Meintur yfirvofandi orkuskortur til heimila landsins stafar ekki af neinu öðru en því að orkan hefur verið seld annað.
Hálendið í hakkavélina
„Ef við erum ekki full aðdáunar yfir áræðni, auðmagni og ævintýramennsku túrstagreifanna þá erum í mesta lagi lömuð af undrun á meðan hakkavélin fer ránshendi um dýrmætin sem okkur var falið að gæta.“
Á Mars eða við Hálslón?
Veðurfarsskilyrði í ár eru mjög óheppileg með tilliti til áfoks, þar sem snjó hefur tekið upp af Kárahnjúkasvæðinu og við bætist að þurrt hefur verið í veðri. Sorglegt er að sjá mikið áfok ofan Hálsvegar á grónu landi nú þegar í byrjun júní.
Norðurlönd í fremstu röð á heimsvísu í aðgerðum á sviði líffræðilegrar fjölbreytni – ákall til aðgerða frá norrænu náttúruverndarsamtökunum
Norræn náttúruverndarsamtök taka saman höndum til verndar náttúru á Norðurlöndunum.
Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn
Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.
Hagkerfið sé í jafnvægi við náttúruna
Hratt er gengið á verðmæti heimsins, að mati Þorgerðar Maríu Þorbjarnardóttur, nýs formanns Landverndar.
Landvarsla styður við náttúruvernd
Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn
Grænbók um sjálfbært Ísland
Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.
Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman
Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.
Að drepa bandamenn sína
Hvers vegna verjum við gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á náttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar?