Endurnýtum

Endurnýtum í stað þess að kaupa nýtt. Kona í síma að spyrja á facebook hvort einhver geti lánað henni ferðarúm fyrir börn.
Endurnýtum í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Gefum hlutum framhaldslíf.

#4 ENDURNÝTUM

Við höfum skapað stórt vandamál með neyslu okkar og lífsstíl.
Hvað getum við gert?  

Endurnýtum hluti í stað þess að kaupa alltaf nýtt

 

Endurnýtum

 Gefum leikföngum, fötum og hverskyns hlutum framhaldslíf

Kaupum hluti sem við notum sjaldan með öðrum og skipumst á að nota: Hrærivél, tortillupressa, bíll o.s.frv.

 

Fáum lánað eða leigt

Þarftu að nota í skamma stund? Fáðu lánað

Barnadeilihagkerfið á Facebook er vettvangur fyrir fólk sem vill skiptast á hlutum, lána eða leigja í skemmri eða lengri tíma

Munasafn Reykjavíkur – Tool library lánar alls kyns verkfæri, hluti og tæki gegn ódýrri áskrift

Leigumarkaðir byggingavöruverslana leigja ýmis verkfæri og tæki

Kaupum notað

Verslum á nytjamörkuðum. Með því spörum við náttúrunni og oft styrkjum við góðgerðarmál í leiðinni

Notum loppumarkaði líkt og Barnaloppuna

Skoðum hvað er til í söluhópum á vefnum áður en við höldum í búðina að kaupa nýtt

Látum ekki bjóða okkur hvað sem er, því stundum er besta lausnin beint fyrir framan nefið á okkur.

Endurhugsa, endurnýta - hvað er næst?

Kaupum minna, einföldum lífið. Kona að troða stórum poka í bíl á meðan önnur kona gengur með léttan poka í burtu.

Einföldum lífið og kaupum minna

Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Horfa →
Afþakka: Afþakkaðu óþarfa. Með því sendir þú skilaboð. Landvernd.is

Afþökkum óþarfa

Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Horfa →
Endurvinnum þar sem fellur til og búum einfaldlega til minna rusl. Kona flokkar gosflösku.

Endurvinnum

Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.
Horfa →
Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Endurhugsum neysluna

Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina - og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið ...
Horfa →

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem rekin eru á félagsgjöldum og styrkjum. Samtökin standa vörð um náttúru Íslands og fræða fólk um loftslagsmál og sjálfbærni.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd