#4 ENDURNÝTUM
Við höfum skapað stórt vandamál með neyslu okkar og lífsstíl.
Hvað getum við gert?
Endurnýtum hluti í stað þess að kaupa alltaf nýtt
Endurnýtum
Gefum leikföngum, fötum og hverskyns hlutum framhaldslíf
Kaupum hluti sem við notum sjaldan með öðrum og skipumst á að nota: Hrærivél, tortillupressa, bíll o.s.frv.
Fáum lánað eða leigt
Þarftu að nota í skamma stund? Fáðu lánað
Munasafn Reykjavíkur – Tool library lánar alls kyns verkfæri, hluti og tæki gegn ódýrri áskrift
Leigumarkaðir byggingavöruverslana leigja ýmis verkfæri og tæki
Kaupum notað
Verslum á nytjamörkuðum. Með því spörum við náttúrunni og oft styrkjum við góðgerðarmál í leiðinni
Notum loppumarkaði líkt og Barnaloppuna
Skoðum hvað er til í söluhópum á vefnum áður en við höldum í búðina að kaupa nýtt
Látum ekki bjóða okkur hvað sem er, því stundum er besta lausnin beint fyrir framan nefið á okkur.
Endurhugsa, endurnýta - hvað er næst?
Endurvinnum
Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.
Endurhugsum neysluna
Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina – og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið er að endurhugsa það sem við notum, kaupum og borðum. Hverju getum við sleppt?
Afþökkum óþarfa
Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Einföldum lífið og kaupum minna
Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Landvernd eru frjáls félagasamtök sem rekin eru á félagsgjöldum og styrkjum. Samtökin standa vörð um náttúru Íslands og fræða fólk um loftslagsmál og sjálfbærni.