Hreinsum Ísland beinir sjónum fólks að plasti og leiðum til að draga úr notkun einnota plasts.

HREINSUM ÍSLAND

Plast þykir vera algjört undraefni því það er auðvelt að móta það, það er slitsterkt og endingargott. Það getur verið örþunnt og mjúkt (plastpoki) en líka grjóthart og eldþolið (legókubbar).

Plast er of endingargott til að vera notað einu sinni

Í dag er plast nánast órjúfanlegur hluti af tilveru okkar. Farið var að fjöldaframleiða plast um miðja síðustu öld eða um 1950 og var það gert úr jarðefnaeldsneyti. Frá þeim tíma hafa menn skipt út hlutum úr tré, gleri, málmi, beinum og vömbum fyrir hluti úr plasti. Plast hefur í mörgum tilfellum aukið lífsgæði okkar, minnkað matarsóun og mengun t.d. með því að létta farartæki eins og flugvélar og bíla.

Vandamálið er ekki plastið sjálft heldur hvernig við notum það

Vandamálið við plast er ekki plastið sjálft heldur hvernig við notum það. Hver Íslendingur notar að meðaltali 40 kg af umbúðaplasti árlega, að megninu til einnota plastvörur. Menn framleiða árlega um 350 milljón tonn af plasti sem samsvarar um það bil heildarþyngd allra jarðarbúa! Mikið af þessu plasti  endar í sjónum því það fýkur þangað, eða er hreinlega hent í sjóinn.

Meginmarkmið Hreinsum Ísland er að fræða almenning um skaðsemi plasts á hafið og lífríkið og virkja almenning, framleiðendur og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum í þessari baráttu með því að endurhugsa neyslu sína, afþakka og endurnota.

Landvernd og Blái herinn hafa unnið saman að skipulagningu stórra hreinsana og sér Blái herinn um strandhreinsunararm verkefnisins. 

Einnota plast er tímaskekkja, landvernd.is

Hvað er plast?

Plast þykir vera algjört undraefni því það er auðvelt að móta það, það er slitsterkt og endingargott. Einnota plast er því algjör tímaskekkja og sóun.

Næstu hreinsanir

Góð ráð við skipulagningu strandhreinsunar

Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun, hreinsum Ísland með landvernd.is
Hreinsum Ísland

Fyrir hreinsun

Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun. Hér má finna upplýsingar um fyrstu skrefin og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að skipuleggja vel heppnaða hreinsun.

Nánar →
Takk fyrir að hreinsa Breiðamerkursand, landvernd.is
Hreinsum Ísland

Að hreinsun lokinni

Góð skipulagning eykur líkur á vel heppnaðri strandhreinsun. Að lokinni hreinsun skal þakka þátttakendum og segja umheiminum frá afrekinu.

Nánar →
Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun, leiðbeiningar á landvernd.is
Hreinsum Ísland

Á meðan hreinsun stendur

Leiðbeiningar um strandhreinsun: Á meðan hreinsun stendur. Hvað þarf að hafa í huga á meðan strandhreinsun stendur?

Nánar →
Scroll to Top