Að hreinsun lokinni

Takk fyrir að hreinsa Breiðamerkursand, landvernd.is
Góð skipulagning eykur líkur á vel heppnaðri strandhreinsun. Að lokinni hreinsun skal þakka þátttakendum og segja umheiminum frá afrekinu.

Hvernig á að skipuleggja strandhreinsun?

Góð skipulagning eykur líkur á vel heppnaðri strandhreinsun. Sjá einnig: Fyrir hreinsun og Á meðan hreinsun stendur.

Eftir hreinsun

Að lokinni hreinsun skal þakka þátttakendum og segja umheiminum frá afrekinu.

Hvettu sjálfboðaliðana til að birta myndir úr hreinsuninni á samfélagsmiðlum. Nota má myllumerkin #hreinsumisland #strandheinsun #landvernd #hreinthaf. 

Ekki láta þitt eftir liggja

Gangið í skugga um að hópurinn skilji ekki neitt eftir á svæðinu og skilji við það í betra ástandi enn þegar hann kom.

Komið ruslinu í réttan farveg

Komið ruslinu á þann stað sem ákveðinn var í undirbúningi strandhreinsunar.

Mögulega hefur verið ákveðið að hreinsihópurinn beri ábyrgð á flutningi þess sem safnast á endurvinnslustöðvarnar. Í stærri hreinsunum gæti þurft að fá gám á svæðið. Það getur verið kostnaðarsamt og því gæti þurft að leita styrkja hjá fyrirtækjum eða sveitarfélögum í slíkum tilvikum.

Kærar þakkir

Sendu þakkir á þátttakendur í hreinsuninni! Takk fyrir að taka þátt!

 

Sjá einnig

Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun, hreinsum Ísland með landvernd.is

Fyrir hreinsun

Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun. Hér má finna upplýsingar um fyrstu skrefin og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að skipuleggja vel heppnaða hreinsun.
Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun, leiðbeiningar á landvernd.is

Á meðan strandhreinsun stendur

Leiðbeiningar um strandhreinsun: Á meðan hreinsun stendur. Hvað þarf að hafa í huga á meðan strandhreinsun stendur?
Hreinsum Ísland beinir sjónum fólks að plasti og leiðum til að draga úr notkun einnota plasts.

Hreinsum Ísland

HREINSUM ÍSLAND Hreinsum Ísland er strandhreinsunarverkefni Landverndar og Bláa hersins. Verkefnið hlaut tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Meginmarkmið Hreinsum Ísland er að fræða almenning um ...
Aftur á Hreinsum Ísland

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd