Á meðan strandhreinsun stendur

Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun, leiðbeiningar á landvernd.is
Leiðbeiningar um strandhreinsun: Á meðan hreinsun stendur. Hvað þarf að hafa í huga á meðan strandhreinsun stendur?

Hvernig á að skipuleggja strandhreinsun?

Leiðbeiningar

 Á meðan hreinsun stendur. Hvað þarf að hafa í huga á meðan strandhreinsun stendur?

Sjá einnig: Fyrir hreinsun og Að hreinsun lokinni.

 

Uppsetning

Gott er að mæta tímanlega til að merkja staðinn, setja upp flokkunarstöðvar og merkja tunnur (eða þau ílát sem flokkað er í). Gott er að hafa flokkunarblöð (ef kanna á uppruna ruslsins) og skriffæri reiðubúin. Það gæti hentað að hafa blöðin í harðspjaldamöppu eða spjaldi svo auðveldara sé að skrifa.

Kynning fyrir þátttakendur

Vandaðar og skýrar leiðbeiningar auka líkur á vel heppnuðum viðburði:

  • Sýnið þátttakendum hreinsunarsvæðið, t.d. með bendingum eða á korti. Biðjið þátttakendur um að halda sig innan þess svæðis.
  • Kynnið fólki upphafstímann og hvenær hreinsun verið hætt.

Ef nota á flokkunarblöð er gott að minnast á það að með því að fylla þau út er hægt að komast að uppruna draslsins svo hægt sé að koma í veg fyrir vandann. 

Flokkið meðan á hreinsun stendur (t.d. með því að hafa tvo poka, annan fyrir plast og hinn fyrir annað). Svo er flokkað á flokkunarstöðvum, þar sem skila á ruslinu (kynna hvar það er). 

Benda á hvar hægt sé að vigta ruslið (með t.d. farangursvog). Ef hreinsað er í samstarfi við gámaþjónustu, er oft hægt að semja við þær um að vigta ruslið sem safnast. 

Þátttaka er á eigin ábyrgð þátttakenda

Þátttakendur bera ábyrgð á eigi öryggi og undirbúningi fyrir viðburði og þurfa að fara að fyrirmælum skipuleggjenda. 

Ekki er mælt með því að börn undir 12 ára aldri taki þátt í stórum strandhreinsunum. Þess í stað er hægt að skipuleggja hreinsun á landi sem er barnvænni. 

Vinnið í hópum

Gott er að vinna saman í hópum og mikilvægt er að ofreyna sig ekki við að ná hlutum sem eru pikkfastir í jörðu. 

Hættulegir hlutir 

Ef þátttakendur reast á hættulega hluti eins og nálar þá sé vissast að koma þeim beint í brúsa eða flösku með tappa og koma til skipuleggjenda. 

Flokkið rusl í hópum

Að flokka rusl í hópum er góð leið til að kenna, t.d. börnum, flokkun og hvetur til umræðna og jafnvel nýrra lausna í úrgangsmálum. Ef notuð eru flokkunarblöð er gott að skipta þátttakendum í tveggja til þriggja manna hópa því það auðveldar skráningu á því rusli sem safnast. Einn í hópnum skráir það sem safnast (t.d. „einn málmur“ eða „þrír plasthlutir) á meðan hinir tína. Hægt er að skiptast á að sjá um skráningu.

Takið ykkur pásu

Svangur sjálfboðaliði er þreyttur sjálfboðaliði. Munið að gefa öllum pásu til að fá sér í svanginn til að auka afköstin!

Allra veðra er von!

Veðrið vinnur ekki alltaf með okkur, en það þarf ekki að koma í veg fyrir viðburðinn! Munið að undirbúa ykkur með tilliti til veðurs. Takið með ykkur viðeigandi klæðnað, skó og hlífðarfatnað.

Gott er að segja þátttakendum hvar skyndihjálpartaskan er staðsett. 

Munið að skemmta ykkur!

Sniðugt er að skipuleggja einhvers konar uppbrot meðan á hreinsun stendur, t.d. í kaffipásu. Þetta geta verið leikir sem fela í sér hreyfingu til að halda á sér hita sé kalt í veðri. Leikir og skemmtun hvers konar hafa jákvæð áhrif á afköstin.

Gott er að nota farangursvog til að áætla magn og þyngd þess sem safnast. Hægt er að vera með vog á þeim stað sem farið er með ruslið og það flokkað. 

Benda fólki á að deila á samfélagsmiðlum. Hægt er að nota hashtögg eins og #hreinsumisland #hreinthaf #beach-cleanup #Nordiccleanup

Í lokin er mikilvægt að fá flokkunarblöðin frá öllum svo að hægt sé að taka saman upplýsingar.

Kanna má hvaða endurvinnslustöð er í nágrenninu og ákveða hvernig ruslinu er komið þangað.

Hreinsihópurinn ber ábyrgð á flutningi þess sem safnast á endurvinnslustöðvarnar.

Ef hreinsun er mjög stór í sniðum gæti þurft að fá gám á svæðið. Það getur verið kostnaðarsamt og því gæti þurft að leita styrkja hjá fyrirtækjum eða sveitarfélögum í slíkum tilvikum.

Fyrir og eftir

Það er gagnlegt að taka myndir á meðan hreinsun stendur, og einnig að taka fyrir og eftir myndir. Takið líka myndir af náttúrunni og öllu draslinu sem safnaðist í lokin.

Sjá einnig

Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun, hreinsum Ísland með landvernd.is

Fyrir hreinsun

Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun. Hér má finna upplýsingar um fyrstu skrefin og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að skipuleggja vel heppnaða hreinsun.
Takk fyrir að hreinsa Breiðamerkursand, landvernd.is

Að hreinsun lokinni

Góð skipulagning eykur líkur á vel heppnaðri strandhreinsun. Að lokinni hreinsun skal þakka þátttakendum og segja umheiminum frá afrekinu.
Hreinsum Ísland beinir sjónum fólks að plasti og leiðum til að draga úr notkun einnota plasts.

Hreinsum Ísland

HREINSUM ÍSLAND Hreinsum Ísland er strandhreinsunarverkefni Landverndar og Bláa hersins. Verkefnið hlaut tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Meginmarkmið Hreinsum Ísland er að fræða almenning um ...
Aftur á Hreinsum Ísland

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd