Strandhreinsun – spurt og svarað

Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun, hreinsum Ísland með landvernd.is
Algengar spurningar og svör um strandhreinsun.

Getur hver sem er skipulagt strandhreinsun?

Svo lengi sem þess er gætt að fá leyfi hjá landeigendum og að hreinsað sé í sátt og samlyndi við lífríkið á svæðinu er öllum frjálst að skipuleggja strandhreinsun.

Hvar á ég að byrja?

Hreinsun þarf að undirbúa vel, velja þarf stað, finna leið til að koma því sem safnast í endurvinnslu og auðvitað safna liði. Nánari upplýsingar um fyrstu skrefin má finna hér. Auglýsa má hreinsunina (viðburðinn) t.d.í hópnum Plokk á Íslandi og Hreinsum Ísland – strandhreinsun á Facebook. 

Af hverju hvetur Landvernd fólk til að halda skráningu um ruslið sem er týnt?

Gott að fólk sé meðvitað um hvaðan ruslið kemur svo hægt sé að ráðast gegn rótum vandans og koma í veg fyrir að vandinn viðhaldist, eða aukist. Mikilvægt er að flokka ruslið sem er tínt og koma því til endurvinnslu. Ef ruslið er ekki flokkað heldur allt sett í sama pokann verður það grafið í jörðu á næsta urðurnarstað.

Hvað á ég að gera ef ég finn sprautunál?

Mikilvægt er að koma sprautunálum og öðrum hættulegum hlutum í ílát eins og t.d. hálfs lítra plastflösku. Að því loknu skal koma henni til förgunar.

Á hvaða tíma er best að hreinsa strendur?

Víða um land gengur fólk með girðingum á vorin og hreinsar landareignir sínar. Gott er að hreinsa áður en varp hefst en vegna varptíma í maí og júní þarf að gæta varúðar í návist varpstaða. Tilvalið er að taka til hendinni að loknu varpi í ágúst og hreinsa fram á vetur.

Hvernig fer strandhreinsun fram?

Veita þarf þátttakendum góðar upplýsingar og stuðning. Gott er að hafa gáma/söfnunarstaði á fyrirfram ákveðnum stöðum, svo fólk viti hvert á að koma með ruslið. Gæta þarf öryggis í öllu. Sjá nánari upplýsingar um framkvæmd strandhreinsunar hér.

Hvað er gert að hreinsun lokinni?

Gott er að deila myndum úr hreinsuninni og segja fólki frá því magni sem þið söfnuðuð. Hér má lesa nánar um lok hreinsunar.

Eins má setja upplýsingar um hreinsunina í hópinn Plokk á Íslandi og senda til Hreinsum Ísland – strandhreinsun á Facebook. 

Hreinsum Ísland, hættum notkun á einnota og hreinsum í kringum okkur, landvernd.is

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd