Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Endurhugsum framtíðina, stuttþáttaröð Landverndar

Endurhugsum framtíðina með Landvernd!

Hvað getum við gert? er stuttþáttaröð Landverndar um hvernig við brugðist við þeim vandamálum sem við höfum skapað á jörðinni okkar með neyslu okkar og lífsstíl.

Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífstíl er stórt. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu. Jörðin mun halda áfram að vera til, en lífsmynstur okkar er stillt á sjálfseyðingu. Hvað er til bragðs að taka? Hvað getum við gert? Endurhugsum framtíðina með Landvernd.

Fylgstu með frá upphafi. Næstu þættir fjalla um hvernig við getum brugðist við þeim vandamálum sem við höfum skapað á jörðinni okkar með neyslu okkar og lífsstíl.

#0 Hvað getum við gert?

#1 ENDURHUGSUM

Fyrsta skrefið er að endurhugsa það sem við notum, kaupum og borðum. Hverju getum við sleppt?? Þurfum við þetta allt í raun og veru?

Látum ekki bjóða okkur hvað sem er, því stundum er besta lausnin beint fyrir framan nefið á okkur.

#2 AFÞÖKKUM

Mikilvægt er að afþakka það sem við viljum ekki. Þannig minnkum við sóun og sendum skilaboð til annarra. Ekki láta bjóða þér óþarfa – afþakkaðu.

# Einföldum & kaupum minna

Við getum einfaldað líf okkar og keypt minna. Þannig komum við til dæmis í veg fyrir að henda mat.  Í leiðinni spörum við peninga og þurfum sjaldnar að taka til!

#4 Endurnýtum

Ef þú ert búin að endurhugsa, afþakka og einfalda en þarft samt að notaeinhverja hluti má spyrja hvort að hægt sé að fá þá lánaða, eða keypt það notað ef þú hyggst nota það áfram. Það er aldrei að vita hvaðan hjálpin berst!

#5 Endurvinnum

Að flokka og endurvinna er gott, en það er því miður ekki lausnin á vandamálinu. Lausnin er að búa til minna rusl. Að flokka er neyðarúrræði og sísti valkosturinn okkar. 

Endurhugsum framtíðina með Landvernd. Hugum að neyslu okkar og lífsstíl. Hverju getum við breytt? landvernd.is

# 1 Endurhugsa

# 2 Afþakka

# 3 Einfalda og kaupa minna

# 4 Endurnýta

# 5 Endurvinna

Fylgdu okkur á youtube og smelltu á áskrift – eða Subscribe og þú missir ekki af næstu myndskeiðum!

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem rekin eru á félagsgjöldum og styrkjum. Samtökin standa vörð um náttúru Íslands og fræða fólk um loftslagsmál og sjálfbærni.

No products were found matching your selection.

Útgefandi: Landvernd
Handrit og verkefnastjórn: Margrét Hugadóttir
Framleiðsla, upptökur og klipping: Beit auglýsingagerð.
Leikur og talsetning: Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Harpa Stefánsdóttir
rðun og hár: Hafdís Pálsdóttir
Grafík – Þarfaþríhyrningur: Aron Freyr Heimisson

Innilegar þakkir til Krónunnar, Rúmfatalagersins og Barnadeilihagkerfisins á facebookVerkefnið var styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Krónunni og Landvernd.

Scroll to Top