- UM LANDVERND
Kynntu þér Landvernd
- VIÐFANGSEFNI
- GRÆN PÓLITÍK
- STYÐJA
Stuðningur
Verslun Landverndar
- VERKEFNI LANDVERNDAR
Innkaupakarfa
No products in the cart.
100% Örugg verslun!
Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu.
Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.
Samtökin líta svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.
Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 6000 félagar í Landvernd.
Landvernd hefur umsjón með Skólum á grænni grein sem er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni. Skólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Um 200 skólar á Íslandi taka þátt í verkefninu en á heimsvísu má finna verkefnið í 67 löndum víðsvegar um heim. Verkefnið menntar nemendur í sjálfbærni og umhverfisvernd og byggir það á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.
Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök voru stofnuð árið 1969. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið.
Stefna Landverndar árin 2019-2021 er að auka áhersla á fræðslu, loftslagsmál, náttúruvernd og sjálfbært samfélag.
Lög samtakanna Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands. Lög Landverndar voru samþykkt 30. október 1999. Lögunum var breytt á aðalfundi þann 29. apríl 2006, þann 12. maí 2012 og þann 6. júní 2020.
Markmið Landverndar eru að vernda náttúru og umhverfi Íslands, endurreisa spillta náttúru, auka sjálfbæra umgengni og virkja Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál.
Félagar í Landvernd berjast fyrir náttúru Íslands og leyfa náttúrunni að njóta vafans. Með því að vera félagi í Landvernd styður þú við baráttu Landverndar sem veitir stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum aðhald og fræðir almenning um náttúruna og umhverfið.
Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.
Taktu þátt í að breyta heiminum. Vertu með í grasrótarstarfi Landverndar. Í grasrótarstarfinu koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til …
Aðalfundur Landverndar 2021 fer fram í Reykjavík fimmtudaginn 13. maí nk. Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn.
Stærsti tekjuliður Landverndar er félagsgjöld og styrkir frá félögum.
Á aðalfundi Landvernd fór fram stjórnarkjör og sendir fundurinn frá sér ályktanir.
Stjórn Landverndar 2020-2021 var kjörin á aðalfundi samtakanna þann 6. júní 2020. Kynntu þér fólkið í Landvernd. Félagar Landverndar eru um 5900 og eru kjörgengir í kosningum um stjórn samtakanna á aðalfundi.
Landvernd fagnaði hálfrar aldar afmæli á árinu og voru áskoranir margar. Ársrit Landverndar er lagt fram á aðalfundi samtakanna sem skýrsla stjórnar.
Aðalfundur Landverndar 2020 fer fram í Reykjavík laugardaginn 6. júní nk. Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn.
Lög
Markmið
Stefna
Stjórn
Starfsfólk
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105, Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00.
Kt. 640971-0459
Netfang: landvernd@landvernd.is
Sími: 5525242
Messenger: m.me/landvernd
Hafa samband
Þú getur notað Visa og Mastercard í vefverslun Landverndar.
Lög
Markmið
Stefna
Stjórn
Starfsfólk
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105, Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00.
Kt. 640971-0459
Netfang: landvernd@landvernd.is
Sími: 5525242
Messenger: m.me/landvernd
Hafa samband
Þú getur notað Visa og Mastercard í vefverslun Landverndar.
Landvernd – Frjáls og óháð félagasamtök
Við vinnum að náttúruvernd og umhverfismálum og bætum þannig lífsgæðin í landinu. Vertu með!