Hvað er Landvernd?

Landvernd stendur vörð um íslenska náttúru

Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. 

Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Landvernd vinnur að náttúruvernd, loftslagsmálum og fræðslu um sjálfbært samfélag, landvernd.is

Stefna Landverndar 2019-2021

Stefna Landverndar árin 2019-2021 er að auka áhersla á fræðslu, loftslagsmál, náttúruvernd og sjálfbært samfélag.

Lögum um náttúruvernd skal fylgja, Landvernd krefst þess að náttúran fái að njóta vafans og sinna lögvörðu réttinda, landvernd.is

Lög Landverndar

Lög samtakanna Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands. Lög Landverndar voru samþykkt 30. október 1999. Lögunum var breytt á aðalfundi þann 29. apríl 2006, þann 12. maí 2012 og þann 6. júní 2020.

Eyrarrós er eitt af einkennisblómum hálendis Íslands, ljósmyndari Hafþór Óðinsson, landvernd.is

Markmið Landverndar

Markmið Landverndar eru að vernda náttúru og umhverfi Íslands, endurreisa spillta náttúru, auka sjálfbæra umgengni og virkja Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál.


Við þurfum langtíma plan

Samtökin líta svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Félögum fjölgar

Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 6000 félagar í Landvernd. 

Landvernd hefur umsjón með Skólum á grænni grein sem er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni. Skólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Um 200 skólar á Íslandi taka þátt í verkefninu en á heimsvísu má finna verkefnið í 67 löndum víðsvegar um heim. Verkefnið menntar nemendur í sjálfbærni og umhverfisvernd og byggir það á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. 

Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök voru stofnuð árið 1969. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið.

Félagar Landverndar berjast fyrir náttúru Íslands, landvernd.is

Félagar í Landvernd

Félagar í Landvernd berjast fyrir náttúru Íslands og leyfa náttúrunni að njóta vafans. Með því að vera félagi í Landvernd styður þú við baráttu Landverndar sem veitir stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum aðhald og fræðir almenning um náttúruna og umhverfið.

Skólar á grænni grein eru um 200 ár Íslandi og á öllum skólastigum, landvernd.is

200 skólar á grænni grein

Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Loftslagshópur Landverndar vinnur að aukinni vitund um loftslagsmál, vertu með, landvernd.is

Grasrótarstarf

Taktu þátt í að breyta heiminum. Vertu með í grasrótarstarfi Landverndar. Í grasrótarstarfinu koma saman félagar í Landvernd sem vilja hafa áhrif og grípa til …

AF STJÓRNARSTARFI OG AÐALFUNDUM

Vigdís Finnbogadóttir ásamt dóttur sinni Ástríði Magnúsdóttur í guðsgrænni náttúrunni.

Vigdís Finnbogadóttir – verndari Landverndar

Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Landverndar. Náttúruvernd og umhverfismál eru henni afar hugleikin og hefur hún lagt Landvernd lið í gegnum tíðina.

Landmannalaugar,vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu; í Friðlandi að fjallabaki, hálendi Íslands

Virkjum kærleikann í þágu náttúrunnar

Pistill Tryggva Felixsonar formanns Landverndar í Ársriti Landverndar 2021.

Reynisfjall, Reynisfjara og Reynisdrangar.

Stjórn Landverndar 2021-2022

Stjórn Landverndar 2021-2022 var kjörin á aðalfundi samtakanna þann 12. júní 2021.

Stóri Kýlingur á hálendi Íslands. Náttúru landsins þarf að vernda. landvernd.is

Ályktanir og ný stjórn á aðalfundi Landverndar 2021

Á aðalfundi Landvernd fór fram stjórnarkjör og sendir fundurinn frá sér ályktanir.

Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Ársrit Landverndar 2020-2021

Landvernd styrk á erfiðum tímum. Ársrit Landverndar um starfsárið 2020-2021 er lögð fram á aðalfundi samtakanna 12. júní 2021.

Ljósmynd: Uxatindar t.v. og Grettir t.d. á Skaftártunguafrétti. Ljósmyndari: Chris Bukard. Hálendi Íslands. landvernd.is

Fagráð Landverndar

Fagráð Landverndar veitir samtökunum ráðgjöf og kemur að umsögnum samtakanna um til dæmis lagafrumvörp og stórar framkvæmdir.

Scroll to Top