Hvað er Landvernd?
Landvernd stendur vörð um íslenska náttúru
Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu.
Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.
Stefna Landverndar 2019-2021
Stefna Landverndar árin 2019-2021 er að auka áhersla á fræðslu, loftslagsmál, náttúruvernd og sjálfbært samfélag.
Lög Landverndar
Lög samtakanna Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands.
Markmið Landverndar
Markmið Landverndar eru að vernda náttúru og umhverfi Íslands, endurreisa spillta náttúru, auka sjálfbæra umgengni og virkja Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál.
Við þurfum langtíma plan
Samtökin líta svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.
Félögum fjölgar
Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 6000 félagar í Landvernd.
Landvernd hefur umsjón með Skólum á grænni grein sem er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni. Skólar á grænni grein eru stærsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Um 200 skólar á Íslandi taka þátt í verkefninu en á heimsvísu má finna verkefnið í 67 löndum víðsvegar um heim. Verkefnið menntar nemendur í sjálfbærni og umhverfisvernd og byggir það á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.
Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök voru stofnuð árið 1969. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið.
Helstu viðfangsefni Landverndar
Félagar í Landvernd
Félagar í Landvernd berjast fyrir náttúru Íslands og leyfa náttúrunni að njóta vafans. Með því að vera félagi í Landvernd styður þú við baráttu Landverndar sem veitir stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum aðhald og fræðir almenning um náttúruna og umhverfið.
200 skólar á grænni grein
Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.
Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.
AF STJÓRNARSTARFI OG AÐALFUNDUM
Fjárhagur Landverndar 2022
Stærsti tekjuliður Landverndar er félagsgjöld og almennir styrkir. Styrkir sem renna til skólaverkefnisins Skólar á grænni grein eru einnig stór hluti.
Ársrit Landverndar 2022-2023
Ársrit Landverndar er skýrsla um starf samtakanna á árinu.
Aðalfundur Landverndar haldinn 19. apríl 2023
Aðalfundur Landverndar 2023 fer fram í Reykjavík síðasta vetrardag – miðvikudaginn 19. apríl nk.
Samband manns og náttúru rofið
Ávarp Tryggva Felixsonar formanns á aðalfundi Landverndar 2022.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
Þorgerður María er formaður Landverndar Þorgerður er uppalin á Egilsstöðum. Frá unga aldri hefur hún haft yndi af náttúru og náttúrufræðum. Hún er menntaður jarðfræðingur …