Þolmarkadagur jarðar er runninn upp

Forvitin íslensk tófa lítur á ljósmyndara. Þolmarkadagur jarðar er runninn upp.
Forvitin íslensk tófa lítur á ljósmyndara. Þolmarkadagur jarðar er runninn upp.
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir minnir á að í dag er þolmarkadagur jarðar runninn upp, þremur vikum síðar en í fyrra. Hún hvetur fólk til þess að spá í loftslagsmálum og veltir því upp hverju hægt væri að áorka ef þau væru tekin jafn föstum tökum og COVID-19.

Vigdís Fríða skrifar

Í dag er þol­marka­dagur jarð­ar (Earth overshoot day). Það er sá dagur þar sem við höfum full­nýtt það sem má nýta af auð­lindum jarðar á þessu ári. Það ríkti mikil óvissa um hvenær dag­ur­inn rynni upp í ár vegna áhrifa Covid-19 og sjálf vissi ég ekki fyrr en í gær að hann væri í dag.

Það hitt­ist svo vel á að í dag hafði ég akkúrat ætlað mér að hlaupa mína eigin leið í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu til að styðja vinnu­stað­inn minn, Land­vernd, sem vinnur að því að auka ­með­vit­und og sporna gegn lofts­lags­á­hrifum af manna­völd­um. Tekjur Land­verndar koma fyrst og fremst frá félögum sem greiða félags­gjöld. Stuðn­ingur félaga er það sem heldur starf­inu gang­andi og er hel­sta á­stæðan fyrir því að við getum veitt stjórn­völdum aðhald. Það var auð­veld ákvörðun að nýta frí­dag­inn í að hlaupa fyrir þann mál­stað sem ég brenn hvað mest fyr­ir.

Þolmarkadagur jarðar seinna á ferð vegna Covid-19

Það er í raun magnað að spá í því hvaða áhrif Covid-19 hefur haft á lofts­lags­mál­in. Við höfum flest þurft að hægja aðeins á okk­ur, vera meira heima og hlúa að fjöl­skyld­unni. Við frest­uðum eða aflýst­u­m ut­an­lands­ferðum og ýmsum við­burðum og litum til nærum­hverf­is­ins. Meðal Íslend­ing­ur­inn ferð­að­ist ­meira um landið sitt og studdi inn­lenda fram­leiðslu og þjón­ustu. En hvaða áhrif hafði þetta á heild­ar­mynd­ina? Við sjáum að þol­marka­dag­ur­inn í fyrra var 1. ágúst og talið var að á þessu ári yrði hann ennþá fyrr – þess í stað var hann þremur vikum síð­ar.

Það er sko af nógu af taka sem stjórn­völd gætu gert bet­ur! Það væri fram­fara­skref að stór­bæta aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, að grípa til rót­tækra aðgerða, og gera gott betur en að upp­fylla skuld­bind­ingar Kyoto-­bók­un­ar­inn­ar, í stað þess að greiða háar upp­hæðir fyrir að stand­ast þær ekki.

Hlaupum fyrir loftslagsmálin!

Spáum í lofts­lags­mál­unum í dag. Gefum þeim það rými og þá umræðu sem nauð­syn­legt er. Veltum fyr­ir­ okkur hvernig við getum haft áhrif og hvað við getum gert. Ég væri þakk­lát ef þið mynduð styrkja ­starf­semi Land­verndar með því að ger­ast félagar eða heita á þá sem taka þátt frá sam­tök­unum í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Þakk­lát­ust yrði ég þó ef þið horf­ist í augu við lofts­lags­vána og grípið til­ ­nauð­syn­legra aðgerða.

Höf­undur er félags­fræð­ingur og starfar hjá Land­vernd, nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 22. ágúst 2020

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd