Vigdís er almenningsfræðslustjóri Landverndar.
Vigdís er félagsfræðingur að mennt og með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu með sérhæfingu á sviði fjölmiðlunar.
Vigdís er sérfræðingur í samfélagslegri þátttöku barna og ungmenna og hefur m.a. gefið út handbók fyrir ungmennaráð sveitarfélaga, skýrslu um það hvað fær ungt fólk til þess að kjósa, komið að barnaþingi og skuggakosningum framhaldsskólanna og starfaði m.a. áður í ungmennamiðstöð Reykjavíkurborgar og hjá Umboðsmanni barna.