Andrés Skúlason

Andrés Skúlason er verkefnastjóri Náttúrukortsins.

Andrés Skúlason er verkefnastjóri Náttúrukortsins hjá Landvernd.

 

Andrés starfar sem verkefnastjóri Náttúrukortsins hjá Landvernd og sinnir einnig grænni pólitík.

Sú reynsla sem Andrés tekur með sér inn í starf Landverndar er margvísleg reynsla af félags- og stjórnunarstörfum sem spannar yfir breitt svið sem veitt hefur honum mikilvæga innsýn, ekki síst á opinbera stjórnsýslu, þar með talið margvíslega umhverfispólitík.

Andrés hefur tekið virkan þátt bæði á sveitarstjórnarsviðinu sem og í landsmálunum. Þá hefur Andrés víðtæka reynslu af bæði umhverfis- og skipulagsmálum af störfum sínum innan stjórnsýslunnar en hann sat nær samfellt sem oddviti í Djúpavogshreppi í 16 ár eða allt frá 2002 – 2018. Þar kom Andrés einnig að nokkrum friðlýsingarverkefnum bæði hvað varðar náttúru- og menningarminjar. Andrés hefur komið að margháttaðri vinnu við bæði skipulagsgerð á ólíkum stigum og eins unnið að skýrslum er varðar verndar- og stjórnunaráætlanir og viðamiklum minjaverndarverkefnum eins og aðstoð við skýrslugerð vegna verndarsvæðis í byggð. 
Andrés sat einnig jafnhliða öðrum störfum um árabil sem formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands en þau hafa látið mikið til sín taka á síðustu árum svo eftir hefur verið tekið.

Andrés hefur á liðnum árum átt sæti í fleiri stjórnum og ráðum innan stjórnsýslunnar en hér verður talið upp. En helstu baráttumálin sem hann brennur fyrir eru umhverfis- og náttúruvernd í sínum víðasta skilningi ásamt verndun menningarminja sem er annað helsta baráttumál hans, en Andrés situr einmitt í sæti form. Fornminjanefndar Minjastofnunnar. Þá á Andrés einnig sæti í dag í Minjaráði Austurlands sem og í stjórn Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) sem veitir haldgóða reynslu og þekkingu á orkumálum. Þá starfar hann einnig jöfnum höndum inn á pólitíska sviðinu þar sem hann á sæti í stjórn VG.

Önnur áhugamál en náttúru- og minjavernd þá hefur Andrés alltaf haft brennandi áhuga á ljósmyndun, myndvinnslu og videógerð, og er jafnan bæði með ljósmyndavél og dróna við hlið sér í ferðalögum. Andrés hefur einnig mikinn áhuga á íþróttum og útivist – en Andrés starfaði einnig um árabil sem formaður íþróttafélags og stundaði knattspynu af miklum móð á yngri árum, en hjólreiðar og gönguferðir eru helsta hreyfingin í dag.

Síminn hjá Andrési er 8995899. 

andres (hjá) landvernd.is

Vindorka – árás á náttúru Íslands

Ráðist er að íslenskri náttúru, okkar verðmætustu auðlind, með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, segir Andrés Skúlason. Atgangur orkugeirans ...
Lesa...
Í Geitdal. Geitdalsá. Á teikniborðinu er „smávirkjun“. Virkjanamannvirkið á að vera kílómetra langt og á hæð við fimm hæða hús. Geitdalsvirkjun myndi fylgja mikið rask með lónum, vegagerð og fleiru. Ljósmynd: Andrés Skúlason

Um stórar „smávirkjanir“. Ekki er allt sem sýnist

Virkjanir sem eru allt að 9,9 MW eru kallaðar „smávirkjanir“. Slíkar virkjanir eru engar SMÁvirkjanir.
Mynd: Við upptök Geitdalsár í Leirudal. Ljósmynd: Andrés Skúlason
Lesa...

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.