Ósk Kristinsdóttir er sérfræðingur menntateymi Landverndar
Ósk er náttúruvernd ofarlega í huga og hefur mikinn áhuga á að vinna með ungmennum í verkefnum sem ýta undir menntun til sjálfbærni og umhverfisvitund.
Ósk er með M.Ed. gráðu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands með áherslu á náttúrufræðigreinar. Lokaverkefnin úr B.Ed. og M.ed. snéru að útikennslu og tengingu nemenda við nærumhverfið.
Áhugamál hennar tengjast flest íþróttum, náttúru og útivist og þá helst þegar það nær saman t.d í utanvegahlaupi eða á SUP. Fótbolti spilar einnig stóran þátt í áhugamálum hennar og hefur Ósk m.a góða reynslu úr stjórnarstörfum þaðan.