Sigurlaug Arnardóttir er sérfræðingur hjá Landvernd og Skólum á grænni grein
Sigurlaug er samfélagsfræðkennari, tónmenntakennari, söngkona og hagnýtur menningarmiðlari. Hún lauk B-Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 með tónmennt sem sérgrein. Burtfararprófi í klassískum söng frá Nýja Tónlistarskólanum árið 2005 og MA í Hagnýtri menningarmiðlun árið 2012. Lokaverkefnið fjallaði um „gleymd“ íslensk kventónskáld. Síðustu ár hefur hún kennt unglingum samfélagsfræði þar sem lögð var áhersla á umfjöllun um sjálfbærni, náttúruvernd og mannréttindi.