Allir geta ræktað

Allir geta ræktað, það er ljúft að vera sjálfum sér nægur um grænmeti á haustin, landvernd.is
Allir geta ræktað! Nú er rétti tíminn. Það er dásamlegt að rækta grænmeti og það er ekki síður gott fyrir umhverfið.

Vormánuðirnir mars, apríl og maí eru rétti tíminn til þess að hefja ræktun innandyra, það er góð skemmtun sem hægt er að prófa bæði heima og í skólanum. 

Það er gefandi að sjá plöntuna koma upp úr moldinni og fylgjast með henni vaxa og dafna. Hugsa um hana reglulega og njóta uppskerunnar að lokum. 

Landvernd hefur tekið saman nokkar hugmyndir og ráð sem gætu komið að gagni við ræktunarstörfin.

Hob's adventures er samvinnuverkefni kennara frá fjórum löndum, Íslandi, Slóveníu, Lettlandi og Eistlandi. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi

Skoða nánar
Allir geta ræktað

Að skoða fræ

Áhugavert er að skoða útlit fræja, lit, lögun og stærð. Fræ geta verið mjög lítil þannig að þau sjást varla eins og timian fræ og þau geta líka verið stór eins og t.d. mangó steinn. 

Fræ eru mikilvæg

Fræ eru uppspretta fæðu, við borðum fræin sjálf sem birtast okkur í ýmsum formum, þau geta verið krydd, korn, baunir, hnetur og hrísgrjón. Fræ eru mikilvægur hlekkur í vistkerfi jarðar

Fræ sett í mold

Stærð fræsins skiptir máli þegar það er sett í moldina, stór fræ fara dýpra í moldina en lítil. Best er að setja lítil fræ á yfirborð moldarinnar og þrýsta létt, ekki setja mold yfir.

Fræ verður að plöntu – Hvaða aðstæður eru bestar til rækturnar?

Grunnnatriðin eru góð sáðmold, sáðbakki, regluleg vökvun og góð birtuskilyrði. 

Gott er að hylja bakkann með plastfilmu fyrstu vikurnar. 

Þegar spírur (kímblöð) stingast uppúr moldinni og plönturnar stækka þá þarf að setja þær í stærri pott eða í beð úti.

Ræktun er nærandi

Það er gefandi að rækta og fylgja sínum eigin plöntum frá fræi til uppskeru. Með því að framleiða matinn okkar sjálf, erum við í beinni snertingu við hringrás náttúrunnar og stuðlum að sjálfbærum lífsháttum.

Nú er um að gera að hefjast handa. 

 

Gangi ykkur vel

Vefverslun Landverndar

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd