Græn súpa á Degi jarðar

Græn súpa á Degi jarðar. Hvað er meira viðeigandi? Vegan og vel græn, landvernd.is
Fögnum Degi jarðar með ljúffengri máltíð sem er í senn holl og umhverfisvæn.

Græn súpa á Degi jarðar, hátíðarmáltíð í sátt við umhverfið. 

Á Degi jarðar sem haldinn hátíðlegur þann 22. apríl ár hvert er upplagt að elda græna og væna súpu, hún er holl, bragðgóð og falleg fyrir augun og umhverfið.

Einn af matgæðingum Landverndar, Sigurlaug Arnardóttir, deilir hér með ykkur uppskrift að ljúffengri súpu. 

Hráefni

 • 2 msk ólífuolía
 • 1 stór laukur
 • 4-6 hvítlauksrif
 • 1 grænt chili
 • 1 jalapenó
 • 1 vænt höfuð af spergilkáli
 • 1 græn paprika
 • 1 tsk grænmetiskraftur
 • 5 bollar vatn
 • 1 lárviðarlauf
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk kóríander
 • 1 tsk óreganó
 • salt og pipar
 • 2-3 msk næringarger (má sleppa)
 • 2-3 lúkur spínat
 • ¾ bolli kasjúhnetur (láta liggja í bleyti í a.m.k. 1 klukkustund)

Súputoppur 

– Til að setja ofan á súpuna

 • 2 msk óífuolía
 • 1 jalapenó eða grænt chilli
 • 1 tsk cumminfræ
 • chill flögur (má sleppa)
 • 1/2 bolli gulur maís
 • ¼ bolli graskersfræ
Súputoppur á græna súpu á Degi jarðar, landvernd.is

Leiðbeiningar

Allt grænmetið skorið smátt. Olía sett í pott, laukur, hvítlaukur og krydd léttsteikt, papriku bætt út í steikið áfram. Setjið vatn og grænmetiskraft og lárviðarlauf í pottinn ásamt spergilkálinu. Sjóðið í 10-15 mínútur. 

Græna súpan, skref fyrir skref, landvernd.is

Setjið kasjúhnetur og hluta af súpunni í blandara, bætið spínati út í blönduna, þannig að allt verður mjúkt og grænt. Það er líka hægt nota töftasprota. Það má mauka alla súpuna, en gott er að halda spergilkálinu í bitum í súpunni.

Steikið maís, jalapenó, graskersfræ og chilli, setjið út á súpuna og njótið.

Græn súpa á Degi jarðar. Hvað er meira viðeigandi? Vegan og vel græn, landvernd.is

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top