Rannveig Magnúsdóttir

Rannveig Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Rannveig er sérfræðingur hjá Landvernd og Skólum á grænni grein. Hennar sérsvið er málefni sem tengjast vistheimt, lífbreytileika, matarsóun, plasti og loftslagsmálum

Rannveig er líffræðingur að mennt og lauk doktorsnámi í spendýravistfræði árið 2013 frá Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford háskóla í Bretlandi. Hún hefur áður lokið meistaranámi í sama fagi frá Háskóla Íslands í samstarfi við Deakin háskóla í Ástralíu. Einnig lauk hún kvikmyndagerðarnámi frá Kvikmyndaskóla Íslands.

Rannveig hefur gegnt ýmsum störfum í gegnum tíðina og hefur m.a. starfað við rannsóknir á sjófuglum, mink og áströlsku ránpokadýri. Að auki hefur hún tekið þátt í gerð ýmissa kvikmynda og náttúrulífsmynda. Rannveig var í ritstjórn Náttúrufræðingsins árin 2012-2016, var pistlahöfundur um umhverfismál í Samfélaginu á Rás 1 á árunum 2016-2019 og hefur stundað vísindamiðlun fyrir almenning í fjölmiðlum og heimildamyndum. Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um umhverfismál og haustið 2018 hélt hún erindi á TEDxReykjavík um plast.

rannveig (hjá) landvernd.is

 

Tengt efni

Rannveig Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Umhverfispistlar Rannveigar

Dr. Rannveig fræðir fólk um plast, loftslagsmál og náttúru í umhverfispistlum sínum.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.