Viðburður: Loftslagsmálin og Reykavíkurborg – Hvað ætla framboðin að gera?

Loftslagsverkfall í Reykjavík 2019 - Gengið niður Skólavörðustíg
Loftslagsverkfall í Reykjavík 2019
Landvernd og Ungir umhverfissinnar efna til fundar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kynna sér stefnur framboðslista í Reykjavík þann 11. maí nk.

Aðgerðir og markmið Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum skipta miklu máli fyrir árangur Íslands í loftslagsmálum. Nýrri borgarstjórn á næsta kjörtímabili er falin mikil ábyrgð í að tryggja árangur í loftslagsmálum með metnaðarfullum aðgerðum og markmiðum, en hvað ætla framboðslistar í Reykjavík að gera í loftslagsmálum?

Landvernd og Ungir umhverfissinnar efna til fundar þar sem framboðslistum í Reykjavík er boðið að kynna sínar stefnur í loftslagsmálum og kjósendum gefinn kostur að spyrja fulltrúa flokkanna út í stefnumál listanna.
 
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 12:00 – 13:10 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
 

Dagskrá

12:00 Inngangserindi frá fulltrúum Landverndar og Ungra umhverfissinna

12:10 Fulltrúar framboðslistanna kynna sínar stefnur í loftslagsmálum

12:40 Spurningar úr sal

13:10 Fundið lokið

Hallveigarstaðir eru aðgengilegir fyrir hjólastóla.
Fundinum verður einnig streymt á FB – síðum Landverndar og Ungra umhverfissinna. Tekið verður við spurningum bæði úr sal og rafrænt á Sli.do.
Viðburðurinn verður haldinn á Íslensku.

Verið hjartanlega velkomin!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd